Vandaður vefur þarf að vera meira en glæsilegur til að geta staðið undir nafni. Hann þarf að vera hraður - hver sekúnda í hleðslu skiptir máli -, og hann þarf að vera skýr og aðgengilegur þannig að auðvelt sé að finna það sem leitað er að.
Okkur liggur öllum á - sérstaklega þegar við leitum svara á netinu.
Stundum er hins vegar eins og einn mikilvægasti þáttur vefsmíðinnar sé afgreiddur eins og neðanmálsgrein eða aukaatriði, þegar nýjum vef ef hleypt af stokkunum.
Það er textinn.
Hvað er þó hallærislegra en nýr, glæsilegur vefur, knúinn nýjustu tækni þar sem textinn er hvorki frumlegur, skýr eða sannfærandi - og ekki einu sinni á réttu máli?
Hér verður fjallað um 4 ástæður þess að vefefnið er jafn mikilvægt og vefhönnunin og vefviðmótið - ef ekki mikilvægara.