Stafvæðing afgreiðslu- og þjónustuferla hefur þróast hratt á örfáum árum. Covid hefur líka hjálpað til. Fyrirtæki og stofnanir hafa þurft að aðlagast mjög hratt breyttum aðstæðum og kröfum viðskiptavina, og mörg nýtt tækifærið til að stafvæða ýmis konar þjónustu og afgreiðsluferli í gegnum veflausnir - til dæmis netspjall.
En tvennt hefur gerst á sama tíma:
- Í fyrsta lagi gera viðskiptavinir enn meiri kröfur til persónulegrar þjónustu á stafrænum miðlum - þeir ætlast til að fá sömu þjónustu í gegnum vefinn og þeir eiga að venjast í gegnum símaafgreiðslu eða á afgreiðslustöðum. Það þýðir að þjónustufulltrúar verða að geta flett notanda upp og skoðað viðskipta- og samskiptasögu hans.
- Í öðru lagi hefur ýmis konar svikastarfsemi aukist mikið á netinu. Það er mikilvægt - bæði fyrir notendur og þjónustuaðila - að tryggja að ekki séu veittar viðkvæmar persónu- og viðskiptaupplýsingar í gegnum vefinn, til dæmis netspjall.
Til að veita örugga og persónulega þjónustu í gegnum netspjall er í raun aðeins ein leið fær: Auðkenning með rafrænum skilríkjum á meðan á spjallinu stendur.
LiveChat auðkenning - ný lausn þróuð á Vettvangi
Sérfræðingar Vettvangs hafa nýverið þróað lausn til auðkenningar í gegnum LiveChat, sem er eitt vinsælasta netspjall forrit á Íslandi sem annars staðar. Hún hefur þegar verið tekin í notkun hjá tveimur viðskiptavinum Vettvangs; BHM og Heilsuveru.
Heilsuvera er, eins og allir þekkja, upplýsingaveita um sjúkdóma og heilsutengd mál sem og gátt að heilsufarsupplýsingum einstaklinga. BHM er regnhlífarsamtök fag- og stéttarfélaga háskólamenntaðs fólks á íslenskum vinnumarkaði sem þjónustar um 16 þúsund félagsmenn.
Ávinningur
Sem fyrr segir verður sífellt nauðsynlegra fyrir fyrirtæki og stofnanir að geta boðið notendum að auðkenna sig í gegnum netspjall. Ávinningur af slíkri auðkenningu felst meðal annars í því að
- auðkenndir notendur fá öruggari og persónulegri þjónustu
- skilvirkni í netafgreiðslu eykst - meira hagræði fyrir bæði notendur og þjónustuaðila
- viðkvæmar persónuupplýsingar eru tryggðar í lifandi spjalli - sem er illmögulegt í símaafgreiðslu
- opna möguleika á fleiri þjónustuleiðum og afgreiðslu í gegnum veflausnir
Vottað af LiveChat
Lausn Vettvangs hefur gengið í gegnum strangt samþykktarferli hjá LiveChat til að uppfylla gæðastaðal fyrirtækisins. Þessi vottun tryggir áreiðanleika og öryggi, sem er mjög mikilvægt fyrir þjónustuaðila jafnt sem notendur.
Fyrir hvern er auðkenning í LiveChat?
Lausnin hentar flestum fyrirtækjum og stofnunum sem þurfa að veita þjónustu til viðskiptavina eða skjólstæðinga.
Sérstaklega hentar hún þeim sem vilja
- netvæða og straumlínulaga þjónustuferla
- geta tekið við og miðlað viðkvæmum persónuupplýsingum í lifandi þjónustuspjalli
- örugg samskipti við viðskiptavini og forðast svikastarfsemi hakkara
Ekki bara LiveChat - sérsniðnar lausnir
Auðkenning í gegnum LiveChat er frábær lausn, en þjónusta í síma verður víða áfram rekin. Við getum aðstoðað við uppsetningu auðkenningu sem hægt er að afgreiða í gegnum slíka hefðbundna símaþjónustu. Þjónustufulltrúi býður þá viðskiptavini að fá senda auðkenningu í síma sinn gegn því að fá uppgefið símanúmer.
Hafðu samband og kannaðu hvernig við getum hjálpað þér að bæta þjónustu í gegnum veflausnir þínar.
Allt að 250 auðkenningar fyrir aðeins
14.900 kr. á mánuði (án vsk.)
Allt að 500 auðkenningar fyrir aðeins
24.900 kr. á mánuði (án vsk.)
Allt að 1000 auðkenningar fyrir aðeins
39.900 kr. á mánuði (án vsk.)
Elmar Gunnarsson
Viðskipti og ráðgjöf
Viltu kíkja í spjall?
Orð eru til alls fyrst. Kíktu til okkar í heimsókn og segðu okkur þína sögu. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.