Markviss stefna í stafrænni þróun
Domino's hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á þróun stafrænnar þjónustu, bæði í gegnum vef og síma.
Það var stjórnendum Domino's fljótt ljóst þegar fyrsti vefur fyrirtækisins kom út, að lykillinn að samkeppnisforskoti væri framúrskarandi þjónusta í gegnum stafrænar lausnir.
Um leið var ljóst að tæknin bauð upp á möguleika á mikilli hagræðingu með auðveldari sjálfsafgreiðslu og hraðari afhendingu.
Rauður þráður í stefnu Domino's undanfarinn áratug hefur því verið markviss þróun þjónustu í gegnum stafræna miðla. Allt keppikefli er lagt á að flýta afgreiðsluferli og bæta þjónustuupplifun - gera enn betur í dag en í gær.