Dragðu umferð inn á vefinn þinn - ókeypis

Vandaðir og öflugir vefir eru lífsnauðsynlegir öllum fyrirtækjum og stofnunum í dag, stórum og smáum. En nýr, glæsilegur vefur sem er stútfullur af flottu efni er bara byrjunin. Það þarf að koma efninu á framfæri, sem getur verið yfirþyrmandi verkefni og kostnaðarsamt - ef það er gert með hefðbundnu auglýsingastarfi. 

Hans Júlíus Þórðarson

Hans Júlíus Þórðarson

Markaðsmál og efnisþjónusta

julli@vettvangur.is

Sem betur fer eru ýmis ráð til að laða réttu gestina á vefinn þinn. Samfélagsmiðlar gegna þar stóru hlutverki. Notkun samfélagsmiðla í markaðsstarfi er ekki lengur eitthvað sem sinnt er aukalega með öðrum mikilvægari miðlum. Sífellt stærri hluti markaðssamskipta fer þar fram - fyrir mörg fyrirtæki eru þetta einu miðlarnir sem nýttir eru til markaðsstarfs.

Í þessari grein fjalla ég um nokkrar þaulreyndar - og n.b. ókeypis - leiðir til að koma vefnum á framfæri og keyra upp umferðina.

Dragðu umferð inn á vefinn þinn - ókeypis

Helstu punktar til að taka með:

  • Það er ekki nóg að smíða frábæran vef, framleiða gott efni og vonast til að viðskiptavinir finni það - það þarf að koma vefnum og efninu á framfæri
  • Ódýrasta leiðin til að draga viðskiptavini að vefnum þínum er með eigin vinnu í gegnum samfélagsmiðla
  • Mikilvægast er að ákveða hvaða miðlar henta þér best og sníða efnið og framsetningu þess að eiginleikum og notendum viðkomandi miðils
  • Vídeó er áhrifaríkt efni til að laða að athygli á samfélagsmiðlum og LinkedIn er öflugur miðill á B2B markaði
  • Þeir sem gefa sér tíma og eru virkir í umræðum og athugasemdum á sínum miðlum eru líklegir en aðrir til að rækta gott samband við fylgjendur sem aftur eykur umferð á eigin vef

Veldu rétta miðla, settu niður stefnu

Það er mikilvægt að hafa í huga að samfélagsmiðlar eru mjög ólíkir, bæði hvað varðar eiginleika, samsetningu notenda og hegðun þeirra. Fyrsta skrefið er því að ákveða hvaða miðla er skynsamlegast að leggja áherslu á, miðað við markað þinn og markmið.

Sumum er best að sleppa alveg. Instagram hentar vel tískuverslun og TikTok orkudrykkjainnflytjanda fullkomnlega en þeir virka illa fyrir hátæknifyrirtæki og fasteignasölur.

Það þarf líka að aðlaga efnið að hverjum og einum miðli. Á Twitter gilda stuttar málsgreinar eða punktar sem kveikja áhuga en LinkedIn hentar betur fyrir ítarlegra efni. Allir miðlarnir geta hins vegar þjónað því hlutverki að draga að á vefinn þinn, sé rétt haldið á spilunum.

Skrifaðu innlegg sem ná athygli og hitta í mark

Sem fyrr segir eru samfélagsmiðlar mjög hentugir til að deila efni af vefnum þínum til að draga fólk að.

Það er þó alls ekki sama hvernig póstar eru skrifaðir og settir fram. Við vitum öll hvernig við högum okkur sjálf á samfélagsmiðlum - við rennum hratt yfir veituna þar til eitthvað nægilega áhugavert stoppar okkur í sporunum.

Yfirleitt er það efni frá fjölskyldu eða vinum eða efni sem vekur sterkar tilfinningar; gleði, hneykslan, reiði eða sorg. Við getum sett forvitni og undrun þarna með líka.

Þegar sett er út efni eða póstar sem tengist á einhvern hátt framboði á vörum eða þjónustu þarf að gæta sérstaklega að því að hafa framsetninguna áhugaverða þannig að hún grípi athyglina og hvetji til frekari lesturs eða áhorfs.

Við erum ekki á samfélagsmiðlum fyrst og fremst til að lesa markaðsefni frá vörumerkjum.

Gæðaefni skiptir enn öllu máli - „Content is King“
Hafðu markhóp þinn á viðkomandi miðli í huga þegar þú póstar efni. Settu þig í spor fylgjandans:

Er efnið líklegt til að vekja áhuga og viðbrögð? Hvers kyns efni er líklegt til að létta líf hans eða skap? Hvernig geturðu gert daginn hans betri með einhverjum hætti?

Hvað þarf til að lesandinn deili efninu áfram (hint: það er yfirleitt MIKIÐ)?

Framsetning sem dregur að
Til að ná athyglinni og halda henni er mikilvægt að framsetning sé skýr og grípandi.

Áhrifaríkt myndefni getur stoppað fólk í skruninu niður fréttaveituna, enda er mun auðveldara fyrir heilann að grípa og greina myndefni á örskotsstundu. Myndin getur svo leitt til þess að textinn verður lesinn.

En þá er ekki slagurinn unninn.

Hönnun fyrirsagna er mikil kúnst en skiptir gríðarlega miklu máli að ná tökum á

👉Fyrirsagnir sem ENGINN kemst hjá því að lesa


Fyrirsagnir eru sennilega mikilvægasti þáttur í efnisvinnslunni. Þær skera einfaldlega úr um hvort einhver smellir til að lesa, hlusta eða horfa. Ef fyrirsögnin trekkir ekki að mun enginn njóta efnisins - þá er öll vinnan fyrir gíg.

Þeir sem lengst hafa náð í þessari list, til dæmis hjá BuzzFeed og Upworthy semja jafnvel 20 útgáfur af fyrirsögn áður en sú rétta er valin.

Leggðu vinnu og hugsun í þennan lið, skrifaðu margar útgáfur, settu þig í spor lesandans sem skannar hratt yfir skjáinn sinn, fáðu endurgjöf frá starfsfélögum eða öðrum sem þú treystir.

Þetta gildir um allar fyrirsagnir, til dæmis fyrirsagnir tölvupósta eða bloggpósta - en þetta gildir líka um pósta á samfélagsmiðlum.

Þó þú sért aðeins að setja út póst á Facebook eða LinkedIn er mikilvægt að draga fyrstu setningu fram eins og um fyrirsögn væri að ræða, aðgreina hana frá næstu setningu og orða hana á áhrifaríkan hátt sem vekur forvitni og áhugu.

Reiknirit LinkedIn gefa póstum meiri dekkun um leið og byrjað er að smella á „...see more“ (sjá fyrir neðan)

Myllumerki eru víða notuð til að ná athygli tiltekins markhóps og meiri dekkun, en þau virka misvel eftir miðlum. Best virka þau á Twitter og Instagram en síður á LinkedIn og Facebook.

Táknmyndir og tjátákn (e. emoji) geta líka verið gagnleg til að ná athygli í veitunni - og halda henni áfram.

Hér er allt gert rétt; fyrirsögn, stuttar málsgreinar, tjátákn, myllumerki og aðgerðakall

Að síðustu er alltaf betra að hafa málsgreinar stuttar, helst aðeins eina setningu (eins og hér fyrir ofan).

Taktu LinkedIn föstum tökum

Vissir þú að 45% af umferð á vefi á fyrirtækjamarkaði (B2B) frá samfélagsmiðlum kemur í gegnum LinkedIn? LinkedIn er í dag ekki aðeins samfélagsmiðill fyrir fagfólk og stjórnendur, heldur ein stærsta efnisveita heims á sviði atvinnulífs og viðskipta.

Ein snjöll leið er að birta á Linkedin hluta eða sýnishorn úr bloggi sem þegar birt er á þínum vef. Lesendum er svo vísað áfram á vefinn þinn til að lesa alla greinina. 

Þannig ertu líka að nýta þér SEO styrkleika LinkedIn sem efnisveitu og koma þér eða vörumerki þínu áfram í leitarniðurstöðum.

Þeir sem eru í alþjóðlegri starfsemi ættu að ganga í hópa á LinkedIn sem tengjast viðkomandi sérsviði eða markaði. Þeir eru fjölmargir, en misjafnlega virkir. 

Það er mikilvægt að hafa í huga að fyrirtækjasíðum vegnar ekki sérstaklega vel á LinkedIn. Fólk vill ekki vera í samskiptum við vörumerki heldur aðrar manneskjur. 

Efni og tilkynningar frá fyrirtækjum eða vörumerkjum missa því oftast marks. Betra er að byggja upp og leggja áherslu á eigið tengslanet, og birta efni í eigin nafni. 

Ef efni er deilt frá fyrirtækinu sjálfu þarf það í fyrsta lagi að vera mjög fréttnæmt eða gagnlegt, og í öðru lagi þarf innleggið frá þér að draga skýrt fram þessa þætti - það þarf hreinlega að „selja“ hugmyndina um að kynna sér efnið nánar.

Það borgar sig að vera virkur í athugasemdum

Vertu virkur í athugasemdum

Það virkar mjög neikvætt á fólk að fá ekki viðbrögð fljótt við athugasemdum og spurningum við innlegg á samfélagsmiðlum. 

Svaraðu fljótt og vel, og vertu eins kurteis og upplýsandi og þér er lífins mögulega unnt, jafnvel þótt athugasemdirnar séu kjánalegar eða hreinlega dónalegar.

Það er alltaf talið þér til tekna og treystir samband við fylgjendur þína - sem á endanum hefur áhrif á umferð á vefinn þinn.

Það getur einnig verið snjallt að taka þátt í umræðum á öðrum vefjum, jafnvel hjá keppinautum, eða sérhæfðum upplýsinga- og spjallvefjum eins og Quora og Reddit

Með því að koma með gagnlegar, upplýsandi athugasemdir eða svör við spurningum geturðu dregið athygli að þér og þinni þjónustu - sem vefurinn þinn hefur svo allar nánari upplýsingar um.

Gestablogg

Ekki er mikið um vinsæl, eiginleg fagblogg á Íslandi. Ein leið sem hefur reynst vel erlendis er að fá að skrifa gestablogg á vinsælum síðum sem fagfólk sækir.

Þannig færðu aðgang að stórum, nýjum lesendahópi og kemur vef þínum og þjónustu þannig á framfæri. Bloggvefurinn fær hins vegar ókeypis efni sem hjálpar þeim líka. 

Það er hins vegar hægara sagt en gert að fá gestablogg birt, og krefst útsmoginnar aðferðarfræði.

 

Kynntu þér efnisþjónustu Vettvangs hér!

Vídeó er miklu sterkara en texti

Vídeó er af flestum talið áhrifaríkasta efni til að styrkja ímynd vörumerkis og ná athygli í fréttaveitum samfélagsmiðla.

Heili okkar er hannaður til að laðast að myndefni og hreyfimyndum sérstaklega. En vídeóefni er líka erfiðast framleiðslu og oft dýrt.

Tvær leiðir eru færar til að birta vídeó á eigin miðlum eða samfélagsmiðlum, sem þó þurfa ekki að útiloka hvor aðra. 

Sú fyrri er að hlaða efninu beint inn eigin vef eða á samfélagsmiðlana (e. native hosting). Sú leið hefur þann kost að miðlarnir hygla því sérstaklega með meiri dekkun og þau fá sjálfvirka spilun í fréttaveitunni á miðlum eins og Facebook og Twitter. 

Hin leiðin er að nýta mátt Youtube.

Youtube er gríðarlega öflugur miðill; ekki aðeins sem efnisveita heldur einnig sem samfélagsmiðill og leitarvél, en Youtube er næststærsta leitarvél á eftir Google (enda í eigu Google). 

Það er auðvelt að setja upp reikning og kerfið leiðir mann vel áfram - aðalhöfuðverkurinn er hugmyndavinnan og framkvæmdin.

Nýttu vel alla möguleika sem Youtube hefur upp á að bjóða. Skrifaðu góðar lýsingar með tenglum á önnur, tengd vídeó og auðvitað yfir á vefinn þinn. Notaðu einnig #myllumerki til að ná meiri dekkun og betri árangri í leitarniðurstöðum.

Youtube myndböndum er auðvelt að deila á öðrum samfélagsmiðlum eins og Facebook, Twitter og LinkedIn. Vertu viss um að birta vídeó þín á öllum miðlum sem þú notar, til dæmis á eigin vef og í fréttabréfum. 

Bestu miðlarnir til að deila vídeóum eru Facebook, LinkedIn, Twitter og Instagram. Þegar vídeóinu hefur verið póstað er gott ráð að afrita hlekkinn á vídeóið og deila því áfram til áhugasamra með skilaboðum eða hreinlega í tölvupósti - og hreinlega biðja góðfúslega um viðbrögð við því! 

Best er að gera það strax eftir birtingu, því ef vídeóið fær fljótt viðbrögð fær það skor hjá reikniritum miðlanna, sem eykur dekkun og dreifingu.

Kostirnir við Youtube eru meðal annars að það er ein stærsta efnisveita og leitarvél í heimi, sem vinnur vel í Google leitarniðurstöðum, það er auðvelt að deila efni þaðan á aðra samfélagsmiðla og ef þér tekst að gera áhorfandann að áskrifanda geturðu sent honum annars konar efni í tölvupósti í áskrift.

Textun er mikilvæg

Vídeó fær fólk til að staldra við í skrollinu í veitunni sinni - en ef það skilur ekki strax um hvað vídeóið er skrollar það einfaldlega áfram. Það er því mikilvægt að hafa vídeóefnið textað, því flestir eru með slökkt á hljóði. 

Fjölmargar þjónustur og lausnir eru til að útbúa textaskrár úr hljóðskrám með einföldum hætti, en illu heilli er það ekki í boði fyrir íslensku ennþá. Það er því best að hafa vídeóin stutt og handskrifa textann inn í klippiforritinu.

Samantekt

Það hefur aldrei verið mikilvægara að draga að umferð á vefinn. Í dag liggur kjarni starfsemi flestra fyrirtækja og stofnana í veflausnum, með einum eða öðrum hætti.

Það eru ýmsar leiðir til að draga umferð á vefinn í gegnum samfélagsmiðla, án þess að greiða fyrir það. Það útheimtir þó vinnu og grundvallast yfirleitt á því að þú hafir gott efni til að miðla af vefnum þínum.

Elmar Gunnarsson

Viðskipti og ráðgjöf

Viltu kíkja í spjall?

Orð eru til alls fyrst. Kíktu til okkar í heimsókn og segðu okkur þína sögu. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.

Sláðu á þráðinn

415 0018

Eða skelltu á mig pósti

Fyrirtaks fólk í fyrirtaks fyrirtæki

Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem er gaman og ánægjulegt að vinna með.

  • Framúrskarandi fyrirtæki 2022-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2023
  • Velgjörðafyrirtækja SOS Barnaþorpa
  • Fyrirtækja ársins 2020

Viðskiptavinur