HS Orka - viðmótshönnun fæðist úr myndheimi

Hönnunarstaðall vörumerkja, sem felur í sér meðal annars merki, leturgerðir og myndtákn, kemur sannarlega á borð vefhönnuða því vefurinn er í dag mikilvægasta birtingarmynd hvers vörumerkis. En hvernig bera vefhönnuðir sig að þegar hönnunarstaðall er ekki fyrir hendi? Nýr vefur HS Orku er áhugavert dæmi.

Hans Júlíus Þórðarson

Hans Júlíus Þórðarson

Markaðsmál og efnisþjónusta

julli@vettvangur.is

Oft eru vefir uppfærðir í tengslum við stóra endurmörkun eða þegar vörumerki fær nýtt útlit. En það færist líka aukana að nýir vefir gegni lykilhlutverki sem innviðir í stafrænni umbreytingu - óháð mörkun og ásýnd.

Í öllu falli þarf vörumerkjaásýnd að vera heildstæð gagnvart öllum stafrænum birtingarmiðlum og þar fer fremst vefurinn, sem er mikilvægasta birtingarmynd vörumerkisins. Þar liggur mikil ábyrgð - en líka tækifæri.

Þegar tekið er til við að hanna nýjan vef liggur fyrirliggjandi myndheimur og hönnunarstaðall (ef hann er fyrir hendi) til grundvallar. Þar er ekki aðeins um að ræða merkið sjálft, heldur einnig

  • litir
  • leturgerðir & ýmis íkon
  • ljósmyndir & vídeóefni

Þessi myndheimur er því bæði leiðbeinandi og auðveldar oft hönnunarferlið, en getur um leið verið takmarkandi. Myndefnið býður þó yfirleitt einnig upp á tækifæri til frekari útfærslu í veflausnum.

Merkið er kjarni vörumerkisins

Kjarni hvers vörumerkisins liggur í merkinu sjálfu (logo-inu). Merkið fangar og minnir á allt sem það er tákn fyrir, hvort sem það er virðisloforðið, orðspor á markaði, lykilvörur og þjónusta - eða myndheimur.

Vefurinn gefur tækifæri til að útfæra eiginleika í merki á ýmsan hátt.

Þegar vörumerki eru útfærð í vefhönnun skiptir mestu máli að skilja hvaða helstu hönnunareigindi eða element eru fyrir hendi í merkinu eða hönnunarstaðlinum. Slík element er upplagt að nýta til að styðja við notendaupplifun á vefnum - en ef þau flækjast fyrir notandanum er betra að sleppa þeim.

Hugmyndavinna fyrir nýjan vef HS Orku

Hvað ef hönnunarstaðall er ekki fyrir hendi?

Stundum fáum við á Vettvangi í hendur verkefni þar sem lítil útlitsmörkun liggur fyrir, kannski aðeins logo. Oftar á þetta við um stofnanir og opinber fyrirtæki en getur einnig átt við stór og smá fyrirtæki - oft á B2B markaði - sem hafa stundað takmarkað markaðsstarf.

HS Orka

Vettvangur hefur nýlega hannað og þróað vef fyrir HS Orku, en hönnuður vefsins er Jón Kári Eldon.

Í tilfelli HS Orku var lítið að byggja á hvað varðar hönnun nema merki, litapallettu og stórt safn gæðamynda úr starfseminni. Jón Kári sá þó hvernig mætti útfæra myndræn element úr merki og myndum af vatnslögnum HS Orku, sem fangar kjarnann í starfseminni.

Myndir frá HS Orku

Jón Kári fékk innblástur í hönnun vefsins úr safni gæðamynda frá HS Orku þar sem rauðlitaðar hitalagnir eru leiðarstefið.

Oft er ekki gert sérstaklega ráð fyrir elementum til nota á vef við hönnun vörumerkis eða þegar vörumerki fá nýtt útlit. Það er einkennilegt þar sem vefurinn er einn helsti birtingarmiðill vörumerkisins, en um leið gefur það okkur vefhönnuðum tækifæri til að setja okkar mark á vörumerkið og útfæra það frekar.

Jón Kári Eldon

Hönnuður

Jón Kári hannaði kvik, grafísk element sem urðu gegnumgangandi leiðarstef í allri hönnun vefsins.

Grafíkin er táknræn fyrir orkustrauma sem liggja þvert í gegnum kerfi HS Orku og til viðskiptavina, en um leið bæta notendaupplifun með skemmtilegu flæði eftir því sem flett er áfram í gegnum efni vefsins.

Myndefni mjög mikilvægt fyrir notendaupplifun

Oft skortir á að hugsað sé fyrir myndefni þegar ráðist er í nýjan vef. Myndir skipta þó miklu máli fyrir notendaupplifun og geta haft mikil áhrif á ásýnd og ímynd vörumerkis.

Það þarf því að hugsa fyrir myndefni fyrir nýjan vef með góðum fyrirvara, auk þess sem góðar myndir geta verið innblástur fyrir hönnun vefsins, eins og í tilfelli HS Orku.

Það gefur ekki endilega auga leið að starfsemi fyrirtækis eins og HS Orku sé sérstaklega myndræn í eðli sínu, en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum má finna þar mörg kraftmikil og skemmtileg myndræn mótíf.

Jón Kári tók hönnunina okkar algjörlega á næsta level. Ég myndi segja að hans vinna hafi skapað brandið okkar sem smitaðist áfram í aðra vinnu, eins og glærukynningar og merkingar fyrirtækisins á veggjum, nafnspjöld og fleira. Þannig hönnunin hefur nýst okkur vel áfram.

Dagný Jónsdóttir

Deildarstjóri Auðlindagarðs, HS Orku

Vefhönnun útfærð í kynningarefni

Hönnun Jóns var þróuð áfram og notuð í öðru kynningarefni á vegum HS Orku, svo sem glærukynningum, nafnspjöldum og veggskreytingum.

Auðlindagarðurinn fékk sérmeðferð

Hönnunarvinna fyrir HS Orku snéri ekki aðeins að aðalvef fyrirtækisins. Auðlindagarðurinn er vörumerki og þjónustuframboð á vegum HS Orku sem fékk eigin hönnun og sérvef. Þar er höfðað til fyrirtækja, ekki síst erlendra, sem sækjast eftir sjálfbærri orku í framleiðslu sína.

Í því tilfelli hafði verið unnin góð undirbúningsvinna, bæði hvað varðar konsept, efni og útlit. Viðmót Auðlindagarðsins fékk þó einnig að láni element frá móðurvefnum, sem tengir merkin saman í heildrænt útlit. Auðlindagarðurinn er auk þess aðgengilegur í aðalvalmynd HS Orku.

Auðlindagarðurinn

Auðlindagarðurinn er eitt vörumerkja HS Orku, sem fékk eigin sérvef og útlit, en fær að láni íkon frá aðalvefnum og kinkar kolli þannig kolli til móðurfélagsins.

Gott samstarf lykill að árangri

Við erum virkilega stolt af samstarf okkar við HS Orku sem hefur verið til fyrirmyndar.  Lykill að vel heppnaðri lausn er alltaf þétt samvinna, stuttar boðleiðir og krítísk endurgjöf í hverju skrefi, sem var sannarlega tilfellið í þessu verkefni.

www.hsorka.is

Elmar Gunnarsson

Viðskipti og ráðgjöf

Viltu kíkja í spjall?

Orð eru til alls fyrst. Kíktu til okkar í heimsókn og segðu okkur þína sögu. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.

Sláðu á þráðinn

415 0018

Eða skelltu á mig pósti

Fyrirtaks fólk í fyrirtaks fyrirtæki

Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem er gaman og ánægjulegt að vinna með.

  • Framúrskarandi fyrirtæki 2022-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2023
  • Velgjörðafyrirtækja SOS Barnaþorpa
  • Fyrirtækja ársins 2020

Viðskiptavinur