Nielsen: Bestu leiðir til að nota myndbönd á vefnum þínum
Það er ekki nokkur spurning að vídeóefni er mjög öflug leið til að ná til netnotenda og koma efni til skila á áhrifaríkan hátt. Heili okkar er hannaður fyrir myndefni og greinir myndrænar upplýsingar margfalt hraðar en texta. En það er ekki sama hvernig vídeó er sett fram og birt á vefsíðum.
Það er ekki nokkur spurning að vídeóefni er mjög öflug leið til að ná til netnotenda og koma efni til skila á áhrifaríkan hátt. Heili okkar er hannaður fyrir myndefni og greinir myndrænar upplýsingar margfalt hraðar en texta.
Leitarvélar verðlauna líka vefsíður sem innihalda vídeó, sem er önnur góð ástæða til að nýta þennan miðil.
En það er ekki sama hvernig vídeó er sett fram og birt á vefsíðum. Til að ná hámarksárangri þarf að hafa nokkur atriði í huga sem rannsóknarfyrirtækið Nielsen Norman Group hefur rannsakað og leggur áherslu á.
Um þau er fjallað er um hér.
Helstu atriði til að taka með:
- Fólk leitar sér upplýsinga á netinu með ólíkum hætti; sumir kjósa að lesa texta, aðrir vídeó - flestir vilja hafa báða kosti
- Best er að nota myndbönd til stuðnings texta, ekki í staðinn fyrir hann
- Vídeó sem staðsett eru efst þurfa að gefa heildaryfirlit yfir allt efnið
- Gott er að hjálpa notendum með því að gefa upplýsingar um lengd myndbanda og gefa kost á því að stökkva á tiltekna staði, ef hægt er
Almennar UX viðmiðunarreglur Nielsen fyrir vídeó
Við lærum nýja hluti misjafnlega og vafurhegðun okkar er líka ólík. Samkvæmt rannsóknum Nielsen notar fólk yfirleitt þrjár leiðir til að læra um eitthvað nýtt á netsíðum sem bjóða bæði texta og myndbönd:
1. Lesa aðeins texta, sleppa myndböndum
2. Skanna yfir textann, horfa svo á vídeó
- skanna yfir texta nægilega til að fá tilfinningu fyrir gagnsemi efnisins, horfa svo á myndbandið
- lesa texta vandlega og horfa á myndbandið til að staðfesta skilning sinn
3. Horfa strax á vídeóið áður en texti er lesinn eða honum sleppt
Þessi munur á atferli snýst ekki aðeins um mun milli einstaklinga heldur líka hversu flókið efnið er eða ókunnuglegt.
Líklegra að horft sé á myndband ef efnið lýsir ítarlegu ferli í mörgum skrefum eða ef efnið er flókið/ókunnuglegt. Niðurstöður Nielsen sýna að jafnvel þeir sem horfa yfirleitt ekki á vídeó, nýta það sem síðasta úrræði til að skilja betur eða ef textaskýringar ekki nægilegar.
Áhugahvöt og þreyta skiptir máli
Áhugahvöt og þreyta skiptir máli. Því meiri þreyta, því meiri meiri líkur á áhorfi. Myndbandsáhorf útheimtir minni orku en lestur.
Mikill áhugi á efninu getur skipt máli og frekar ýtt undir að texti sé frekar lesinn eða lesinn á undan myndbandi.
Eftir því sem textinn er þyngri því líklegra er fólk til að horfa myndbönd í staðinn. Mikilvægt er að hafa texta auðlesinn og auðskannanlegan.
Notaðu myndbönd til stuðnings texta, ekki í staðinn fyrir hann
Upplýsingarleit á netinu einkennist af mikill óþolinmæði - svör þurfa að fást sem allra fyrst.
Öðru máli gegnir um efni þar sem ekki er verið að gefa einföld svör heldur bjóða dýpri umfjöllun eða afþreyingu, eins og margir hlaðvarpsþættir gera. Notandinn er þá kominn í aðrar stellingar og er ekki að leita að hagnýtum upplýsingum í flýti.
Það hentar alls ekki öllum að horfa á myndbönd til að sækja sér upplýsingar, ráð eða leiðbeiningar.
Ástæðan er sú að mynd- og hljóðefni er ekki skannanlegt. Notandi getur ekki skannað efnið hratt yfir til að fullvissa sig um að efnið gagnist sér, eða til að finna nákvæmlega þær upplýsingar sem hann leitaði að.
Slíkt er miklu auðveldara með texta sem er hámarkaður fyrir auðvelda skönnun.
Vídeó útheimtir einfaldlega meiri tíma af fólki til að læra um sama magn af texta. Ef vídeó er eina leiðin til að læra um viðfangsefnið getur notandinn jafnvel stuðast og leitað annað eftir upplýsingum.
Þegar myndbönd eru útbúin fylgir því alltaf einhver textagerð í formi handrits. Það er því ekki mikil aukavinna að útbúa veftexta til stuðnings vídeóefninu sem nýtir efni úr handritinu.
Textun myndbanda er mikilvæg
Það er óskynsamlegt að bjóða vídeó sem ekki er textað, hvort sem er á þínum eigið vef eða á Youtube.
Margir notendur horfa á vídeó í aðstæðum þar sem ekki er hægt að hafa hljóð upphátt, til dæmis í vinnu, og ekki hafa allir heyrnatól endilega við höndina.
Textað efni skilar upplýsingum betur til skila, jafnvel þótt hljóðið sé einnig notað.
Efstu vídeó þurfa að vera ýtarleg
Ef fleiri en eitt vídeó eru á síðu er efsta vídeóið líklegast til að fá áhorf. Rannsóknir Nielsen sýna að notendur ganga út frá því að efsta vídeó gefi yfirlit yfir allt efnið, ekki aðeins fremsta hluta þess.
Þegar vídeó er sett fram sem efsta efni reiknar flestir með að vídeóið komi í staðinn fyrir texta eða aðrar skýringar fyrir neðan. Slík vídeó þurfa því að gefa heildaryfirlit yfir allt efnið.
Ef hvert vídeó fjallar aðeins um hluta efnisins er betra að opna síðuna með texta og birta hvert vídeó strax undir lýsandi millifyrirsögn hvers kafla fyrir sig.
Forðastu að setja vídeó neðst eða á hægri hlið síðu
Til þess að auka líkur á áhorfi er best að hafa vídeó ekki neðst á síðu, því stór hluti notenda flettir aldrei alla leið niður. Aðrir gera ráð fyrir að vídeó sem birt er neðst geti ekki verið merkilegt eða sýni fátt nýtt sem ekki hefur þegar verið fjallað um ofar á síðunni.
Þó er betra að hafa vídeó neðst á síðu en að hafa ekkert vídeó - ef valið stendur um það.
Hægri dálkur eða hlið síðu er ekki heppileg fyrir vídeó heldur. Augað leitar upp og til vinstri eftir aðalatriðum og mikilvægum upplýsingum. Rannsóknir sýna að margir taka ekki eftir myndböndum sem eru staðsett á hægri hlið eða telja það vera ótengt efni, jafnvel auglýsingar.
Hjálpaðu notendum að stytta sér leið
Ef efnið er flókið eða í mörgum liðum er betra að skipta vídeóum upp fyrir hvert skref. Ef myndbandið er lengri er hægt að fara þá leið að hafa einhvers konar merkingar eða hlekki til að stökkva beint í tiltekið atriði.
Þetta er hægt að útfæra í Youtube myndböndum og ýmsum fleiri vídeóþjónustum.
Hannaðu lýsandi þumalmynd (e. thumbnail)
Þumalmyndir eða einkennismyndir eru statískar myndir sem birtast í ramma vídeósins áður það er spilað. Það er skynsamlegt að nýta þessa mynd að gefa lýsingu á innihaldi vídeósins, til dæmis formati (viðtal, leiðbeining o.fl.) og umfjöllunarefni.
Þannig geturðu hjálpað notanda að meta hvort áhorfið er tímans virði.
Gefðu upp lengd vídeóisins - styttra er betra
Upplýsingar um tímalengd myndbanda hjálpar notendum að meta hvort það borgi sig að horfa á myndbandið. Best er að hafa uppgefna tímalengd fyrir ofan myndband, við hlið titils þess eða sem hluta af þumalmynd (sbr. að ofan).
Yfirleitt er betra að myndbandið sé eins stutt og mögulegt er, en þó nægilega langt til að skila nauðsynlegum upplýsingum. Notendur kvarta oft yfir löngum inngangi, að ekki sé komið að efninu strax.
Samantekt
Vídeóefni er sérlega áhrifaríkt til að miðla upplýsingum og fræðslu sem erfiðara er að lýsa í orðum. Það útheimtir minni orku að taka inn upplýsingar í myndrænu formi en texta. Vídeóefni er hins vegar ekki skannanlegt og því er oft nauðsynlegt að slíku efni fylgi texti líka. Mikilvægt er að huga að staðsetningu myndbanda og forðast að setja þau á hægri hlið eða neðst á síðu.
Heimildir og ítarefni:
Lestu meira um vefefni:
Elmar Gunnarsson
Viðskipti og ráðgjöf
Viltu kíkja í spjall?
Orð eru til alls fyrst. Kíktu til okkar í heimsókn og segðu okkur þína sögu. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.