Skrifaðu veftextann með ChatGPT!

Snjallbyltingin er hafin. Spunalausnir eins og ChatGPT, Bard og Bing munu á einn eða annan hátt gjörbreyta því hvernig við lærum, sköpum - og vinnum. Værirðu til í snjallan ráðgjafa til að aðstoða við strategíuna eða við skrif á vef- og markaðsefninu? Spurningin er líklega miklu frekar: Hver væri það ekki?

Hans Júlíus Þórðarson

Hans Júlíus Þórðarson

Markaðsmál og efnisþjónusta

julli@vettvangur.is

Stafvæðingin stóra hefur gjörbreytt því hvernig við eigum samskipti, tengjumst félagslega - og hvernig við stundum markaðssamskipti. 

Þróunin er leidd áfram af linnulausri framþróun í stafrænni tækni og nú eru það byltingarkenndnar framfarir í spunagreind (e. generative AI) sem gjörbreyta leiknum.

Hvernig virkar ChatGPT og önnur AI samtalslíkön?

ChatGPT og skyldar lausnir eru að kjarna til háþróuð mállíkön sem eru hönnuð til að framleiða textaefni sem viðbragð við spurningum eða fyrirmælum sem þau fá (framvegis mun ég aðeins tala um ChatGPT, en umfjöllunin á allt eins við um sambærilegar lausir eins og Bing frá Microsoft og Bard frá Google - samkeppnin mikil milli þessarra aðila og lausnirnar þróast hratt).

Líkönin framleiða þannig röð orða - setningar - sem þykja líklegust að passi saman miðað við gefnar forsendur líkansins, sem eru annars vegar gríðarlegt magn textaefnis sem það hefur verið fóðrað á, hins vegar spurningar eða fyrirmæli frá notendum líkananna.

Líkönin eru þjálfuð að setja setningar fram á eðlilegu máli, líkt og um manneskju væri að ræða. Það er þó ekki þannig að líkönin „skilji“ spurningarnar þótt svörin virðist benda til hugsunar.

Þarna eru reiknirit með gríðarlega reiknigetu að raða saman líklegum orðasamböndum

Sumir segja þó aðeins tímaspursmál hvenær tæknin nái einhvers konar skilningi - kannski er mannleg hugsun ekki annað en líkleg röð orða, úr orðasafni sem heili okkar hefur verið þjálfaður á? Við tökum þá pælingu ekki lengra hér.

Aftur í yfirlit

Af hverju skiptir ChatGPT máli fyrir markaðs- og vefefni?

Nútímamarkaðssetning er keyrð áfram af stafrænu textaefni. Hvort sem um er að ræða hraðsoðnar færslur fyrir samfélagsmiðla, blogggreinar, textaefni fyrir auglýsingar, vefefni eða vörulýsingar þá er það textaefni sem er kjarninn í markaðssamskiptunum. 

En textavinna krefst þjálfunar og það er tímafrekt að skrifa hnitmiðaðan texta sem hittir í mark. Þar kemur ChatGPT til aðstoðar. 

ChatGPT getur létt verulega hvers kyns efnisvinnu, allt frá stefnumörkun og greiningarvinnu, til hugmyndavinnu og tillagna að tilteknum veftexta (ég fékk til dæmis aðstoð ChatGPT til að draga upp útlínu og kaflaskiptingu fyrir þetta blogg). 

Möguleikarnir eru svo margir að þeim verða ekki gerð skil í einu bloggi - en við verðum að byrja einhvers staðar.

Íslenskan er þröskuldur

Enn sem komið er er mesti ávinningurinn fyrir þá sem birta markaðsefni á ensku. Þróuðustu líkönin eiga enn töluvert í land með að spinna efni á nothæfri íslensku, sérstaklega ef efnið er sérhæft. 

Það þarf því yfirleitt alltaf að vinna allan texta upp og færa á betra mál ef hann á að nota til birtingar. Tæknin þróast þó hratt og íslenskugetan batnar trúlega - og vonandi! - hratt á næstunni.

Það er þó tvímælalaust hægt að nota líkönin við stefnumótun, hugmyndavinnu og til að skrifa grunnlínur að efni, þótt þýðingin bíði þín að mestu.

Aftur í yfirlit

Nýttu ChatGPT í hugmyndavinnunni

Oft fer mikill tími og orka til spillis þegar lokað er fyrir hugmyndaflæðið. ChatGPT er snilldartól til að fýra undir sellurnar þegar allt virðist stíflað.

Almennt um prompt - eða fyrirmæli

Á ensku er talað um „prompt” þegar vísað er til spurninga eða efnis sem líkönin eru mötuð með til að fá svör eða upplýsingar. Ég mun í þessari grein nota „fyrirmæli” í merkingunni „prompt“.

Hér eru nokkur almenn ráð um fyrirmæli fyrir líkön eins og ChatGPT:

  • Talaðu við AI líkön eins og við manneskju - ChatGPT og sambærilegar lausnir eru mállíkön sem skilja venjulegt mál en ekki stífar fyrirskipanir eins og notaðar eru í forritunarmálum. Til að fá sem bestu svörin er vænlegast til árangurs að nota orðalag, málfar og smáatriði eins og þú myndir nota við aðra manneskju. Mikilvægt er samt að vanda málfarið þar sem líkönin eru þjálfuð á skrifuðu efni sem oftast er vandaðra en talmál.
  • Útskýrðu samhengið - segðu á mannamáli af hverju þú ert að biðja um tiltekið svar eða upplýsingar. Hver var aðdragandinn? Hver er tilgangurinn? Hvert er samhengið? Þetta tengist fyrri punkti - ef þú hringir í þjónustuver og vilt fá góða leiðsögn er mikilvægt að útskýra vel hvað þú ert að vandræðast með. Hið sama gildir þegar þú ferð til sálfræðings - eða hvaða ráðgjafa sem er.
  • Settu líkanið í tiltekið hlutverk - eitt ráð til að fá betri svör er að biðja líkanið að skrifa út frá tilteknu hlutverki. Þú gætir til dæmis byrjað spjallþráð þannig: “I want you to act as my trusted marketing expert on all matters related to my XXXX business. I want you to offer me guidance and training as the need arises” - eitthvað þessu líkt.
  • Breyttu fyrirmælum til að fá betri svör - oft þarf að bæta í fyrirmælin til að fá betri svör - sem sé spyrja aftur og umorða beiðnina. Bestu ráðgjafar í þínu persónulega lífi geta ekki gefið þér góð ráð nema hafa sem bestu upplýsingar og forsendur. Það sama gildir um AI líkönin.
  • Skilgreindu strax í fyrirmælunum lengd og snið svarsins - er efnið ætlað í tölvupóst, status á samfélagsmiðil eða sem innanhúsgagn? Taktu strax fram hvernig efnið á að vera sett upp og kaflaskipt - eða hvort þú vilt það frekar sem punkta eða útlínu. 
  • Biddu um heimildir - það getur skipt máli að geta vísað í heimildir í efninu sem líkanið skrifar. Þá er einfaldlega best að biðja um það í fyrirmælunum. Þetta er þó ekki hægt í ókeypis útgáfu GPT3.5, en hægt í GPT-4, Bard og Bing. Þetta verður brátt víðast hægt, enda þróunin hröð.
  • Spurðu hvað vélin þarf: Einföld og snjöll leið til að nýta snilli AI líkana er einfaldlega að spyrja hvaða upplýsingar hún þarf til að gefa þér besta svarið. Hér er dæmi: “I need to write an engaging “About” section for my LinkedIn profile. What background information do you need to create that for me?”

Aftur í yfirlit

Sérsniðnar leiðbeiningar í ChatGPT

Í ChatGPT er hægt að gefa líkaninu almennar forsendur sem hafa áhrif á öll svör („Custom instructions“). Þar er til dæmis hægt að gefa líkaninu upplýsingar um við hvað þú starfar, áhugamál, fagsvið, markmið í starfi eða einkalífi, eða hvaðeina. 

Einnig er hægt að skilgreina hvernig þú vilt fá svörin, til dæmis hvað varðar lengd svars og stíl.

Þegar upplýsingar hafa verið færðar inn hafa þær áhrif á nýja spjallþræði, en ekki eldri, þótt haldið sé áfram með þá. Uppfærðar leiðbeiningar eða forsendur munu sömuleiðis aðeins hafa áhrif á nýja spjallþræði.

Sérsniðnar leiðbeiningar fyrir ChatGPT

Hér er ágæt útskýring á „Custom instructions“ í ChatGPT, sem sparar tíma og gefur notendum betri svör.

Bloggefni

ChatGPT er frábært tól til að búa til hvers kyns skriflegt efni. Bloggefni heyrir þar undir tvímælalaust. Líkönin hafa verið fóðruð á gríðarmiklu efni, ekki síst af netinu - sem að uppistöðu er alls kyns bloggefni.

Hugmyndavinna

Ein leið til að nýta AI líkönin fyrir bloggskrif er strax í hugmyndavinnunni.  Það þekkir sem hér skrifar að oft er erfiðasti hluti bloggskrifa að finna góðar hugmyndir og athyglisverða vinkla - en ChatGPT er frábært tæki til að framleiða hugmyndir á færibandi.

Lykilatriði hér, sem fyrr segir, er að fyrirmælin séu vel skilgreind - að líkanið hafi sem nákvæmastar forsendur til að geta gefið þér bestu svörin.

Fyrir hvern ertu að skrifa?

Gott er að byrja á því að fóðra með lýsingu á markhópnum eða lesendahópnum sem þú vilt tala til (e. target audience, buyer personas). 

Ef þú átt enga slíka lýsingu er rakið að biðja ChatGPT að gera það fyrir þig, til dæmis þannig:

„Build me a persona of a [hlutverk/starf] who works for a [tegund fyrirtækis, markaður, stærð]. List the roles, goals, challenges, pain points and decision criteria for selecting a [lausn þín eða fyrirtæki].“

Fóðrið gæti þá hljómað svo:

“Build me a persona of a digital marketer who works for a SME retail chain. List the roles, goals, challenges, pain points and decision criteria for selecting a new advertising agency.”

Svarið frá GPT-4 hljóðar svo (örlítið snyrt til):

Persona: 

Name: Hannah Smith

Age: 32

Title: Marketing Manager

Industry: Retail (SME Retail Chain)

Background: 

Hannah graduated with a degree in Business with a major in Marketing. She has been working in the marketing industry for a decade, with the last 4 years being in the retail sector. Hannah is digitally savvy and understands the value of integrating both online and offline marketing efforts.

Roles:

  1. Overseeing the marketing strategy for the retail chain.
  2. Coordinating with store managers for store-specific promotions.
  3. Managing the marketing budget.
  4. Coordinating with advertising agencies for campaign execution.
  5. Analyzing the effectiveness of marketing campaigns through KPIs.
  6. Handling social media marketing and influencer partnerships.
  7. Staying updated with trends in the retail industry.

Goals:

  1. Increase store footfall.
  2. Drive online sales through the retail chain's website.
  3. Enhance brand recognition and loyalty among consumers.
  4. Ensure successful launch of new product lines or stores.
  5. Maximize return on advertising spend (ROAS).

Challenges:

  1. Managing a limited budget to cater to multiple marketing needs.
  2. Balancing between the different demands of each store location.
  3. Keeping up with the rapidly changing retail environment and consumer behavior.
  4. Ensuring the consistency of brand messaging across various channels.

Pain Points:

  1. Difficulty in tracking offline marketing campaign success.
  2. Current advertising agency not delivering up to the expected standard.
  3. Finding effective ways to combat online retail giants.
  4. Managing expectations from senior management and store owners.

Decision Criteria for Selecting a New Advertising Agency:

  1. Portfolio of Work: Has the agency previously worked with similar brands or in the retail space?
  2. Cost-Effectiveness: Does the agency offer competitive rates while ensuring quality?
  3. Innovative Ideas: Can the agency bring fresh, innovative campaign ideas to the table?
  4. Reporting and Analytics: Does the agency provide detailed reports, insights, and recommendations on campaign performance?
  5. Cultural Fit: Does the agency's culture align with the retail chain's values and vision?
  6. Flexibility: Is the agency adaptable to sudden changes in strategy or tactics?
  7. Integrated Services: Can the agency handle both online and offline marketing seamlessly?
  8. References and Reviews: What do other clients say about their experience with the agency?
  9. Proactive Communication: Does the agency maintain open communication, providing updates and check-ins regularly?
  10. Technological Capabilities: Is the agency equipped with the latest tools and technologies for modern advertising needs?

Líkanið lýkur greiningu sinni með þessum orðum:

“This persona can be used as a guideline for any company that's looking to understand the mindset and needs of a marketer working for a SME retail chain, particularly when it comes to the intricacies of advertising agency selection.”

Ef til vill þarf að bæta við forsendum til að fá betri lýsingu, það veltur á niðurstöðunum. Og þarna er vissulega gert ráð fyrir að þú hafir grófa hugmynd um líklega persónu fyrir þinn markað.

Svona væri hægt að halda áfram og smíða fleiri persónur eða markhópa. En hér er kominn fram haugur af hugmyndum sem hægt er að vinna úr við skrif vefsins og annars markaðsefnis.

Blogghugmyndir fyrir „Hannah Smith“

Þegar lýsing á markhópi liggur fyrir er hægt að hefja sjálfa efnisvinnuna. Mikilvægt er að haldið sé áfram í sama spjallþræði þar sem líkanið nýtir samskiptin sem þegar hafa átt sér stað - ekki síst lýsinguna góðu.

Hér er ein tillaga að fóðri til að fá hugmyndir að lýsandi bloggtitlum:

“I want you to act as a fancy blog post title generator, providing me with creative and attention-grabbing titles for a variety of topics. Use the target group description above (Hanna Smith). Please generate titles that are unique and interesting, and make sure they are grammatically correct. Keep in mind that these titles will be used for a blog and should be engaging and easy to read. Give me 10 different titles for a blog post that speaks to the target group´s goals, challenges and pain points (give me titles only)”

Hér eru svör líkansins:

“Certainly! Here are 10 engaging blog post titles tailored to Hannah Smith's goals, challenges, and pain points:

1. "Maximizing ROAS in Retail: Tips for the Modern Marketer."
2. "Navigating the Tug-of-War: Balancing Multi-Store Marketing Demands."
3. "Boosting Store Footfall: Innovative Strategies for 2023."
4. "Beyond the Billboard: Tracking Offline Marketing Campaign Success."
5. "Brick and Mortar in the Digital Age: Competing with Online Retail Giants."
6. "Consistent Messaging in a Multi-Channel World: A Marketer's Guide."
7. "Elevating Your Brand: Strategies to Enhance Recognition and Loyalty."
8. "The SME Retail Marketer's Guide: Launching New Product Lines Successfully."
9. "Decoding Consumer Behavior: Adapting to the Changing Retail Landscape."
10. "Choosing Your Perfect Advertising Partner: What Every Retail Marketer Should Know."

I hope these titles serve to engage and entice Hannah Smith and marketers in similar roles!”

Þetta virðist allt vera efni sem höfðar til markaðsstjóra hjá meðalstórri smásölukeðju og er líklegt til að staðfesta þig (auglýsingastofuna) sem traustvekjandi samstarfsaðila.

Höldum áfram. Við skulum biðja líkanið að henda upp meginlínu fyrir einn af þessum titlum:


“Provide me with an outline for one of the titles, "Brick and Mortar in the Digital Age: Competing with Online Retail Giants." Keep in mind the persona we have developed, Hannah Smith :)”

Svarið:

“Certainly! Here's the outlined version for the blog post titled "Brick and Mortar in the Digital Age: Competing with Online Retail Giants":

1. The Rising Tides of E-commerce
Growth of e-commerce over the years
The challenge it poses for physical retail stores
The unique value proposition of brick and mortar stores

2. Harnessing the In-Store Experience Advantage
The tactile, sensory benefits of in-person shopping
Exclusive in-store promotions and loyalty programs
The immersive shopping experiences only physical stores can provide

3. Integrating Digital Elements in-store
Introduction to digital touchpoints for physical stores
Features like AR fitting rooms and digital kiosks
The value of a 'Click and Collect' system

4. Data-Driven Decisions and Personalized Marketing
How e-commerce sites use data for personalization
Strategies for brick and mortar stores to harness customer data
Using data for tailored promotions and product recommendations

5. Collaborations and Community Building
Brick and mortar stores as community hubs
Hosting events and collaborating with local businesses
Building long-term loyalty through community engagement

This outline offers a structured look into the potential content of the blog post.”

Hér væri réttast að hætta og klára málið sjálfur, en það er vissulega hægt að taka þetta alla leið:

„Provide me with body text for section "1. The Rising Tides of E-commerce". Again, keep our persona in mind (don´t mention her) and keep it under 150 words.“

og svarið:

„Certainly!

  1. The Rising Tides of E-commerce

E-commerce has dramatically reshaped the retail landscape in recent years. With just a click, consumers can peruse a vast array of products from their living room couches. Global events further amplified this digital shift, making online platforms a primary shopping choice for many. While beneficial for digital-first businesses, it has posed inherent challenges for brick-and-mortar establishments. However, savvy marketers understand the power of evolution. Traditional stores aren't merely competing against the digital realm; they're learning to coexist and thrive alongside it. By grasping the nuances of e-commerce and capitalizing on their unique strengths, brick-and-mortar businesses can navigate these changing waters and carve out a significant space in the age of online retail behemoths.”

Svona væri hægt að klára allt bloggið. Það er hins vegar mjög mikilvægt að hafa í huga að lesendur með sérþekkingu eru næmir á gæði efnis sem þeir lesa.

Ef það skín í gegn að vél skrifaði textann mun það líklegast skaða orðspor þitt frekar en hitt. Þá er betur heima setið.

Við þetta bætist að með tilkomu þessara tóla verður mikið yfirflæði af bloggefni á netinu - sem var þó ekki lítið fyrir.

Notendur munu því gera enn meiri kröfur til efnisins; að það sé grípandi og upplýsandi jafnt sem læsilegt og skannanlegt.

Aftur í yfirlit

Samtalslíkön eru stafrænir ráðgjafar

ChatGPT og sambærileg tól virka eins og bráðsnjallir ráðgjafar um allt milli himins og jarðar. Færni þeirra eykst stöðugt með meiri samskiptum við mannfólkið.

Almennur veftexti

Hægt er að nota ChatGPT til að aðstoða við skrifa nýjar vefsíður, ekki síður en blogg. Þar getur verið um að ræða forsíður, “Um fyrirtækið”, vörusíður eða einstaka lendingarsíður. Eins og áður er mikilvægt að líkönin hafi sem mestar bakgrunnsupplýsingar.

Í dæminu að ofan fengum við blogghugmyndir út frá tiltekinni „persónu“ og áskorunum hennar. Best væri að nýta þennan sama spjallþráð til að vinna annað efni fyrir vefinn - líkanið hefur þá þegar forsendur til að vinna með sem ekki þarf að fóðra með aftur, þótt líklega þurfi að bæta við meiri upplýsingum.

Dæmi: Lendingarsíða

Hér eru fyrirmæli til að fá hugmyndir að sterkri lendingarsíðu fyrir tiltekna þjónustu eða vöru:

„I need a landing page that can help me generate more leads for my business. Can you help me create one that highlights the key features and benefits of my product/service? What additional information do you need for that?"

Eða

„I'm launching a new product and I need a landing page that can capture the attention of potential customers. Can you help me create one that's visually appealing and easy to navigate? What additional information do you need for that?"

Yfirleitt fæst góður grunnur til að vinna með þegar líkönin eru fóðruð með svona beiðnum, en mikilvægt er að fara rækilega yfir textann, passa að hann sé í línu við „rödd“ vörumerkisins, almennar áherslur í markaðsstarfinu og fari rétt með allar staðreyndir - sem er alls ekki sjálfgefið.

Þegar lokatextinn liggur fyrir er svo hægt að fóðra vélina með honum og biðja um yfirlestur og tillögur að úrbótum - jafnvel biðja um einkunn fyrir textann! Magnað, eða hvað?

Aftur í yfirlit

Yfirfara síður sem þegar eru til

Með sama hætti er hægt að láta ChatGPT yfirfara efni og heilu síðurnar, ef þær eru ekki of efnismiklar, og koma með ábendingar um lagfæringar. Hér sem áður skiptir öllu að líkanið hafi allar forsendur sem skipta máli.

Í leiðinni er hægt biðja um styttingu eða lengingu á efninu, eða að breyta um stíl - hafa textann formlegri eða flippaðri, til dæmis:

  • „Rewrite this text going deeper on the pain points and desires of a potential customer: [veftexti]“

Hér eru fleiri útgáfur:

  • „Make this text more persuasive and shorten it by half: [veftexti].
  • „Rewrite this paragraph to remove unnecessary words: [málsgrein]“
  • „Rewrite this sentence to make it sound smarter or more professional: [setning]“

Vefurinn skrifaður með ChatGPT

Wes Dowell heldur úti Youtube-rás um stafræna markaðsetningu fyrir lítil fyrirtæki. Hér útskýrir hann á sinn hátt hversu margfalt léttara er að skrifa vef með aðstoð ChatGPT.

Vörulýsingar

Spunalíkön eru mjög hentug hjálpartól til að skrifa vörulýsingar, sem getur verið mikil vinna fyrir vefverslanir með hundruðir vara á boðstólum. 

Fóður fyrir vörulýsingu gæti til dæmis hljómað þannig:

  • “Write a product description for our new [vörutegund] product, [heiti vörunnar]. It´s [lýsing á vöru] that [gerir hitt og þetta] and [hefur þessa kosti / hefur þennan ávinning]

Hér er útfært og aðlagað tilbúið dæmi um myndaramma sem búnir eru til úr endurunnum plastflöskum. Fóðrið hljómar svo:

 “Write product description for our new picture frame selection that we call “Dream Frames”. They have a modern design and are made from recycled plastic bottles. Our target customers are the Y and Z environmentally aware generations. Keep it less than 200 words”

Eftir tvær ítranir, þar sem ég bað um að stytta textann og bæta við samantekt í punktum með “features and benefits” fékk ég þessa niðurstöðu:

Þetta er ekki algalin lýsing og í öllu falli grunnur sem hægt er að vinna með áfram, annaðhvort sjálf(ur)-  eða með hjálp líkansins.

Flóknari þjónustur og lausnir

Sams konar lýsingu er hægt að fá fyrir flóknari vörur og þjónustur, sem gætu þá tekið á sig form lendingarsíðu með ítarlegu og kaflaskiptu efni. Þá skiptir máli að forsendur og fóður sé enn dýpra og meira.

Vídeóhandrit

Handritagerð fyrir vídeó fylgir sömu lögmálum og önnur vefskrif, enda er algengt að nýtt sé annað vefefni eins og blogg sem grunn fyrir handrit. 

Fóður fyrir vídeóhandrit gæti hljómað svo: 

  • „Hi, can you write me and exciting and captivating video script up to 2 minutes long using this blog as base material?: [setja inn bloggefni]. Also give me 3 suggestions for a catchy title for it" 

Það sem áður tók marga klukkutíma er nú hægt að afgreiða á nokkrum mínútum, með dálitlum æfingum og fínstillingum. Það er meira að segja hægt að biðja líkanið að leggja til effekta og skilti á viðeigandi stöðum í vídeóinu.

Endurnýting vefefnis fyrir samfélagsmiðla

ChatGPT er snilldartól til að endurvinna hvers konar textaefni fyrir nýjan tilgang eða miðla. Fóðraðu einfaldlega líkanið með efninu - bloggi, lendingarsíðu eða hverju sem er - og biddu um nýtt snið. Til dæmis:

  • „Write a short Facebook post that gives a synopsis of this blog: [bloggefni]“
  • „Turn this whitepaper into a 300 character Tweet [efni úr hvítbók]“
  • „Read this transcipt of a podcast episode and summarize five key points that I can share on LinkedIn. Keep it professional”

Aftur í yfirlit

Leitarvélabestun

Vandað vefefni styrkir í sjálfu sér leitarvélabestun - betri notendaupplifun þýðir lengri tími á síðu og jafnvel bakhlekki ef efnið er framúrskarandi, sem hvoru tveggja bætir árangur í leitarvélum.

En það er líka hægt að nota spunalíkön til að fá hugmyndir að leitarorðum á þínum markaði og yfirfara efni vefsíða, bæði meginmál og fyrirsagnir, með tilliti til leitarvélabestunar (SEO).

Dæmi:

„Give me a list of related keywords for “local hair salon in Birmingham”

Svar frá Bard:

Here is a list of related keywords for "local hair salon in Birmingham":

* hair salon near me
* hairdressers Birmingham
* best hair salons Birmingham
* hair salon reviews Birmingham
* hair salon prices Birmingham
* hair salon appointments Birmingham
* hair salon open now Birmingham
* hair salon walk-ins Birmingham
* hair salon for men Birmingham
* hair salon for women Birmingham
* hair salon for children Birmingham
* hair salon for curly hair Birmingham
* hair salon for Afro hair Birmingham
* hair salon for Asian hair Birmingham
* hair salon for balayage Birmingham
* hair salon for ombre Birmingham
* hair salon for highlights Birmingham
* hair salon for lowlights Birmingham
* hair salon for hair extensions Birmingham
* hair salon for keratin treatments Birmingham
* hair salon for hair colouring Birmingham
* hair salon for hair styling Birmingham
* hair salon for wedding hair and makeup Birmingham

You can also use more specific keywords that relate to the specific services that your hair salon offers, such as:

* haircuts Birmingham
* hair colouring Birmingham
* hair styling Birmingham
* hair extensions Birmingham
* keratin treatments Birmingham
* wedding hair and makeup Birmingham

By using a variety of related keywords, you can help people to find your hair salon online when they are searching for hair salons in Birmingham.

Hér koma margar góðar ábendingar, meðal annars um að tilgreina nánar hvar í Birmingham þjónustan er og hvers kyns hárþjónusta er í boði.

Aðalatriðið er að prófa sig áfram.

Aftur í yfirlit

Fleiri hugmyndir að fyrirmælum fyrir markaðsefni

  • What are the latest developments in the field of/related to [fagsvið/markaður]? - gefur hugmyndir að „thought-leadership” efni sem styður þig sem leiðtoga á markaði.
  • What are the benefits of [vara/þjónusta] fyrir [markhópur/kauppersónur]? - gefur hugmyndir sem hægt er að nýta í vörulýsingar, auglýsingar og annað markaðsefni.
  • What are the most common misconceptions about [efni] - gefur áhugaverðar hugmyndir að efni fyrir pósta á samfélagsmiðla eða í blogg.
  • Generate a list of keywords related to this article/content [fóðra með grein/efni af síðu] - gefur sterkustu leitarorð sem finnast í greininni/efninu.
  • Write a list of long-tail keywords related to this article/content [fóðra með grein/efni af síðu] - gefur leitarstrengi sem hægt er að nýta til að styrkja eigið efni
  • Write a list of potential questions that users might use to find information about this topic: [umfjöllunarefni] - gefur í raun forskrift af þeim spurningum sem vörusíða þarf að svara. Einnig fást góðar hugmyndir að bloggefni.
  • Write a list of related topics or categories that could be used to group keywords: [umfjöllunarefni]
  • Write a list of synonyms or alternate phrases that could be used as keywords: [umfjöllunarefni] - gefur hugmyndir t.d. fyrir blogg og til að styrkja fyrirsagnir í efni (SEO)
  • Write a marketing e-mail promoting this product or service: [heiti og lýsing á vöru/þjónustu - gott að lýsa í punktum] - gefur tillögu að tölvupósti til kynningar á vöru/þjónustu.
  • What is the most popular/effective [efnisformat] in [geiri/markaður]? - tips um hvers kyns efnisformat er áhrifaríkast á þínum markaði.
  • Write a comprehensive outline for a blog post on [umfjöllunarefni]:
  • Write an introduction to this blog that clearly states the purpose of the blog and hooks the reader´s attention [bloggefni]  - gefur sterkan inngang inn í blogg, sem er mjög mikilvægt að hafa.

Aftur í yfirlit

Samantekt

Spunagreindarlíkön eins og ChatGPT eru komin til að vera og eru mikilvæg hjálpartól fyrir þá sem þurfa aðstoð við framleiðslu hvers kyns stafræns efnis. Líkönin eru gagnlegust við hvers kyns hugmynda- og greiningarvinnu, auk grunntextavinnu.

Líkönin auðvelda efnisvinnunna, en kröfur netnotenda til efnis munu á móti aukast með stóraukinni framleiðslu stafræns efnis. Mikilvægast er að byrja strax að prófa sig áfram og fikta. Það er ekki eftir neinu að bíða!

 

Hans Júlíus Þórðarson

Elmar Gunnarsson

Viðskipti og ráðgjöf

Viltu kíkja í spjall?

Orð eru til alls fyrst. Kíktu til okkar í heimsókn og segðu okkur þína sögu. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.

Sláðu á þráðinn

415 0018

Eða skelltu á mig pósti

Fyrirtaks fólk í fyrirtaks fyrirtæki

Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem er gaman og ánægjulegt að vinna með.

  • Framúrskarandi fyrirtæki 2022-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2023
  • Velgjörðafyrirtækja SOS Barnaþorpa
  • Fyrirtækja ársins 2020

Viðskiptavinur