Epli - verkefnasaga
Skakkiturn ehf. er dreifingaraðili Apple á Íslandi og starfar því bæði á smá-og heildsölumarkaði. Félagið rekur tvær verslanir ásamt því að halda úti öflugri netverslun og þjónustuumhverfi þar sem viðskiptavinir geta gengið frá kaupum eða sótt þjónustu á öruggan og þægilegan hátt.
Stafrænar og stílhreinar lausnir Epli
Skakkiturn ehf. er dreifingaraðili Apple á Íslandi og starfar því bæði á smá-og heildsölumarkaði. Félagið rekur tvær verslanir ásamt því að halda úti öflugri netverslun og þjónustuumhverfi þar sem viðskiptavinir geta gengið frá kaupum eða sótt þjónustu á öruggan og þægilegan hátt.
Fágað og stílhreint útlit
Í stíl við bæði vörumerkið Epli og vini þeirra hjá Apple, var einfaldleikinn hafður í fyrirrúmi við hönnun vefsins. Valmyndin var endurhugsuð með þá vöruflokka sem mest eru skoðaðir á vefnum í huga. Vöruspjöldin halda svo utan um alla valmöguleikana sem viðskiptavinur hefur þegar sími, tölva eða spjaldtölva er valin.
Snurðulaust greiðsluferli
Við hönnuðum greiðsluferlið með það í huga að lágmarka alla truflun og koma notendum hratt og örugglega í gegnum það.
Samþætting við birgðakerfi
Allar vörur og afbrigði þeirra eru byggðar upp með sjálfvirkum keyrslum og samþættingu vefkerfisins við Navisionlausn Eplis. Þannig er hægt að halda gagnavinnslunni í einu miðlægu kerfi sem heldur utan um allar vöruupplýsingar til mikillar einföldunar fyrir starfsfólk Eplis.
Öflugar fyrirtækjalausnir
Vefurinn les ekki einungis vöruupplýsingar úr Navision heldur sækir hann gögn og birtir þau á fumlausan hátt til auðkenndra notenda. Þetta hentar vel fyrir viðskiptavini á fyrirtækjamarkaði sem geta þannig séð alla reikninga og pantanir sem geta numið hundruðum á ári.
Fyrirtækjaviðskipti
Rafrænt auðkenndir viðskiptavinir með heimild til reikningsviðskipta fyrir hönd fyrirtækja geta nú klárað pantanir á methraða, á forskilgreindum kjörum fyrirtækisins. Einfalt og öruggt.
Öflug notendastýring
Aðaltengiliður fyrirtækis við Epli fær nú aðgang þar sem hann getur bætt við eða eytt notendum sem mega kaupa vörur, sækja reikninga og fleira fyrir hönd fyrirtækisins.
Þannig fækkum við handtökunum hjá Epli og styttum biðtíma viðskiptavina.
Heildsalar og heimildir
Nú geta endursöluaðilar pantað sjálfir á netinu og starfsfólk Epli þarf ekki lengur að fást við að skrá pantanir úr tölvupóstum.
Epli er öruggt um að viðskiptavinir með reikningsheimildir fari ekki út fyrir þær því úttekt og heimild er krosskoðuð sjálfvirkt áður en pöntun fer í gegn.
Góðar ráðleggingar, fagleg vinnubrögð og gott viðmót
„Þekking og hæfni starfsmanna Vettvangs á sviði veflausna og hönnunar hefur skilað Epli nýrri heimasíðu sem mikil sátt ríkir með. Samskipti og þolinmæði þeirra er til fyrirmyndar sem og einlægur vilji til að vefsíðan sé sem best á alla vegu. Góðar ráðleggingar, fagleg vinnubrögð og gott viðmót til viðskiptavinarins er það sem stendur upp úr í þessari vinnu.“
Þóra Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri veflausna hjá Epli.
Elmar Gunnarsson
Viðskipti og ráðgjöf
Viltu kíkja í spjall?
Orð eru til alls fyrst. Kíktu til okkar í heimsókn og segðu okkur þína sögu. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.