Nú árið er liðið: Svona var Vettvangur 2023

Það er góður siður að líta um öxl, rifja upp hápunkta ársins sem er að líða og setja sig í gírinn fyrir hið næsta. Vettvangur varð stærri og skemmtilegri á árinu og gat meira að segja af sér afkvæmi: Apparatus. Má ekki segja að við séum allavega orðin kynþroska? Við stiklum hér á helstu tíðindum ársins í máli og myndum.

Hans Júlíus Þórðarson

Hans Júlíus Þórðarson

Markaðsmál og efnisþjónusta

julli@vettvangur.is

Árið 2023 var heldur betur Vettvangur fyrir alls kyns tíðindi, og gaf undanförnum sprækum árum ekkert eftir. Hér stiklum við á stóru í því helsta sem á daga okkar dreif á árinu sem er að líða.

Apparatus fæddist

Árið byrjaði með stórtíðindum af Vettvangi, því nýtt systurfyrirtæki Vettvangs í applausnum , Apparatus, var hleypt af stokkunum.  Síðustu ár höfum við öðlast mikla reynslu í hönnun og smíði applausna en til að gefa appþróun okkar meiri vigt og fókus var stofnað sérstakt félag og vörumerki um reksturinn. 

Og Apparatus tók á loft af krafti með frábærum lausnum fyrir Lyfju, Atlantsolíu og Domino's. Mörg fleiri verkefni eru í pípunum, sem ekki má segja frá. Í bili.

Samningur við Domino's

Það var stór stund þegar náðust samningar um áframhaldandi þróun apps Domino's, sem hefur verið lykiltæki í velgegni fyrirtækisins síðustu ár.

Framúrskarandi verkefni á færibandi

Árið byrjaði hressilega með sprækum og líflegum vef fyrir Core heildverslun, sem dreifir vinsælum neytendavörum eins og Nocco drykkina og Barabells próteinstykkin. Stærsta breyting fyrir Core var gríðaröflug vefverslun sem er sniðin að þörfum B2B fyrirtækja.

Nýr vefur Vistor er nýjasta rósin í hnappagat Veritas samstæðunnar, sem er á mikilli stafrænni vegferð sem snýr að innviðum og ferlum jafnt sem öllum snertiflötum við viðskiptavini.

Flugmálahandbók Íslands er nú aðgengileg í snjallsímum og spjaldtölvum í gegnum vefapp (e. progressive web app). PWA lausnir hafa góða virkni í lélegu netsambandi, sem er mikilvægt fyrir notkun lausnarinnar.

Lyfja gaf út nýja útgáfu af appi sínu í samstarfi við Apparatus og Vettvang. Nýja appið býður betri notendaupplifun með dýpri vörulýsingum, betri vöruflokkun og mun meira vöruúrvali.

Core, Lyfja, Vistor og Isavia gerðu gott mót á árinu

Nýr vefur Ungmennafélags Íslands kom út í sumar. Vefur UMFÍ var endurhannaður frá grunni með nýju viðmóti, efni og skipulagi. Lausnin var færð í nútímalegt tækniumhverfi sem gerir félagið klárt fyrir hvers kyns framtíðarþróun.

Netgíró fékk líka glæsilega uppfærslu á árinu. Endurhannaður er vefur er léttleikandi, flæðir einstaklega vel og sýnir skemmtilega á myndrænan hátt hvernig þjónusta Netgíró gengur fyrir sig.

UMFÍ & Netgíró

Það er varla hægt að hugsa sér ólíkari samstarfsaðila en UMFÍ og Netgíró, en báðir starfa þeir í umhverfi sem gerir sífellt meiri kröfur um stafræna þjónustu.

Atlantsorka er nýtt fyrirtæki á raforkusölumarkaði sem selur rafmagn til heimila og fyrirtækja um land allt. Nýr vefur fyrir Atlantsorku er lykiltæki í markaðssókninni framundan en við getum staðfest að það var húrrandi jákvæð orka í þessu verkefni.

Eitt stærsta verkefni ársins á Vettvangi var nýr vefur fyrir Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Vefurinn er einstaklega efnismikill í takt við umsvifamikla starfsemi en á vefnum er einnig að finna nákvæmar lífeyris- og lánareiknivélar.

Tveir góðir: Atlantsorka og Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Atlantsorka ætlar sér stóra hluti á raforkumarkaðnum. LV er er stærsti lífeyrissjóður landsins - 50 þúsund manns greiða til sjóðsins árlega.

Vinnslustöðin er burðarstólpi í samfélagi Eyjamanna. Nýr vefur VSV framtíðartryggir stafræna þróun með uppfærðri tækni, en allt viðmót var endurskipulagt og efni uppfært.

Í byrjun desember kom út nýr vefur HS Orku, sem við erum asskoti montin af. Meðal annars var hannað nýtt útlit á stafrænni framsetningu vörumerkis HS Orku þar sem kvik hönnunarelement gefa vefnum létt og frísklegt yfirbragð.

VSV & HS Orka

Hið framsækna VSV nýtir vefinn markvisst til sóknar á nýja markaði. HS Orka er sömuleiðis á metnaðarfullri, stafrænni vegferð, og stendur í ströngu þessi dægrin.

Fyrsta útgáfa af nýjum veflausnum Fastus komu svo út undir lok árs, en þær endurspegla nýja stefnumörkun og miklar skipulagsbreytingar að undanförnu. Á næsta ári líta dagsins ljós öflugar vefverslanir sem munu keyra áfram stafræna sókn fyrirtækisins.

Hönnunarsprettir í anda Google Design Sprints keyrðir í kröftugum vinnustofum hafa vaxið í vinsældum hjá okkur og eru nánast regla á fyrstu stigum nýrra verkefna.

Á árinu héldum við m.a. eftirminnilegar vinnustofur fyrir Domino's, Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Fastus, og Lyfju.

Stafrænir leiðtogar þróast stöðugt áfram
Það er blásið í lúðra þegar nýjum vefjum er hleypt í loftið, en þróunin heldur látlaust áfram hjá flestum okkar viðskiptavina, enda eru tæknibreytingar hraðar og kröfur notenda aukast stöðugt í hörðu samkeppnisumhverfi.

Sem dæmi um stafræna leiðtoga sem stunda stöðuga þróun á sínum lausnum má nefna Domino's, Hugverkastofuna, Eimskip, Heilsuveru og Lyfju.

Vettvangur 10 ára!

Vettvangur hélt upp á 10 ára afmæli sitt í september með pompi og prakt. Margir góðir gestir kíktu á Suðurlandsbrautina og skáluðu með okkur til að fagna áfanganum.

Vettvangur hefur stækkað og blómstrað síðastliðinn áratug, viðskiptavinum fjölgar stöðugt og útgefin verkefni skipta mörgum tugum. Leiðin sem við fórum? Lestu allt um hana hér.

En saga okkar er rétt að byrja - skál! 🥂🎉🥳

Hipp, hipp, húrra!

Það var svo sannarlega blásið í lúðra á 10 ára afmæli Vettvangs.

Rekstur til fyrirmyndar

Í maí var Vettvangur útnefnt Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2023 - fimmta árið í röð. Elmar okkar tók við viðurkenningu VR fyrir hönd Vettvangs og fannst það ekki leiðinlegt.

Þetta er sérstaklega ánægjuleg viðurkenning þar sem hún mælir hvernig okkar starfsfólki líður í starfi sínu á Vettvangi.

Reksturinn hefur líka gengið vel og fengum við viðurkenningu þess efnis annars vegar frá Keldunni/Viðskiptablaðinu, hins vegar frá Creditinfo. Aðeins um 2% fyrirtækja komast í gegnum nálarauga þessarra matsaðila.

Elmar veitti skemmtilegt viðtal í fjármálahlaðvarpinu Pyngjunni þar sem hann fór yfir reksturinn og sögu Vettvangs í tilefni af 10 ára afmælinu.

Fyrirmyndarrekstur

Góður rekstur Vettvangs endurspeglar árangursríkt samstarf með sífellt fjölgandi og frábærum viðskiptavinum.

Lífið á Vettvangi

Vettvangsteymið bryddar upp á ýmsu til að hrista hópinn saman, rífa sig frá skjánum og rifja upp andlitsdrætti hvers annars. Vettvangur fór meðal annars í skemmtilega ferð til Kraká í Póllandi í sumar þar sem teymið reyndi fyrir sér í go-kart maraþonkeppni og í Escape Room Krakow. 

Sendinefnd frá Vettvangi heimsótti líka árlega ráðstefnu Umbraco í Óðinsvéum - Codegarden - þar sem fræðst var um helstu nýjungar í kerfinu og það sem best gerist í heiminum í Umbraco lausnum.

Skákklúbbur Vettvangs hóf starfsemi sína á árinu og vaskir Vettvangsmenn fóru saman í strandblak. Árlegur og ómissandi ljótujólapeysudagurinn var á sínum stað þar sem keppt var í æsispennandi pub-quiz spurningaleik og piparköku- og konfektáti.

Stund milli stríða

Árið 2023 var Vettvangur fyrir alls kyns fjör og fögnuð. Við erum strax farin að hlakka til 2024!

Breytt og stærra teymi

Fleiri og flóknari verkefni kalla á fleiri hendur og hausa. Við vorum heppin á árinu á krækja í forritarana Hafliða, Jakob, Ingimar, Ólaf og Söru Ósk, sem eru öll annað hvort bráðefnileg eða þrautreynd í faginu.

Hönnunarteymið fékk líka liðstyrk í Loga Sæmundssyni, sem lauk nýlega námi í Academy of Art University í San Fransisco.

Aðrir góðir félagar fundu annan vettvang fyrir sína þroskabraut, og óskum við þeim alls hins besta með þökkum fyrir samstarfið.

Liðsauki á Vettvang

Í háhraða rekstrarumhverfi verður alltaf einhver hreyfing á fólki, en fantaflott fólk bættist í hópinn í ár.

Nú árið er liðið

Nú árið er liðið í aldanna skaut og kemur víst aldrei til baka, en það er líka í góðu lagi. Baksýnisspegillinn er ágætur á tímamótum, en annars viljum við á Vettvangi horfa fram veginn. Við hlökkum til að taka á móti nýja árinu - með nýjum verkefnum, nýjum samstarfsaðilum og mjög líklega fleiri nýjum samstarfsmönnum!

Elmar Gunnarsson

Viðskipti og ráðgjöf

Viltu kíkja í spjall?

Orð eru til alls fyrst. Kíktu til okkar í heimsókn og segðu okkur þína sögu. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.

Sláðu á þráðinn

415 0018

Eða skelltu á mig pósti

Fyrirtaks fólk í fyrirtaks fyrirtæki

Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem er gaman og ánægjulegt að vinna með.

  • Framúrskarandi fyrirtæki 2022-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2023
  • Velgjörðafyrirtækja SOS Barnaþorpa
  • Fyrirtækja ársins 2020

Viðskiptavinur