Umbraco
Til eru fjölmörg vefumsjónarkerfi, sem öll hafa sín sérkenni, styrkleika og veikleika. Sum eru fremur ætluð einyrkjum eða byrjendum sem þurfa aðeins einfalda upplýsingasíðu og vilja geta sett hana upp sjálfir. Wix er gott dæmi um þau.
Önnur eru sérhæfð fyrir netverslanir eins og Shopify og Magento. Algengasta umsjónarkerfið er þó Wordpress, enda vinsælt meðal bloggara og smæstu fyrirtækja, þar sem fjöldi vefsíðna er mestur.
Forritarar Vettvangs hafa reynslu af öllum þessum lausnum, en fyrsta val Vettvangs við smíði á nýjum lausnum er langoftast Umbraco.
Af hverju velur Vettvangur Umbraco fyrir viðskiptavini sína, sem er þó ekki endilega meðal þekktustu vefumsjónarkerfa á markaðnum?