Stafræna byltingin í grafi
Stafræna byltingin er á blússandi siglingu. Gamla hag- og tæknikerfið er að syngja sitt síðasta. Við á Vettvangi erum stödd mitt í hvirfilbylnum og syngjum með.
Nýja kerfið byggir allt á stafrænni tækni, sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu, bæði á neytenda- og fyrirtækjamarkaði - og hjá hinu opinbera.
Það er ljóst að gríðarlegir möguleikar til hagræðingar eru til staðar. Og margir samstarfsaðilar okkar hafa sannarlega nýtt þá.
Einn þeirra er heildsölurisinn Innnes, sem við höfum unnið náið með undanfarin ár að þróun stafrænna innviða og lausna.