Veldisvöxtur í vefverslun Innnes

Stafræna byltingin er á blússandi siglingu. Gamla hagkerfið er að syngja sitt síðasta.  Gríðarlegir möguleikar eru til hagræðingar og margir samstarfsaðilar okkar hafa nýtt sér þá. Einn þeirra er Innnes.

 

Hans Júlíus Þórðarson

Hans Júlíus Þórðarson

Markaðsmál og efnisþjónusta

julli@vettvangur.is

Stafræna byltingin í grafi

Stafræna byltingin er á blússandi siglingu. Gamla hag- og tæknikerfið er að syngja sitt síðasta. Við á Vettvangi erum stödd mitt í hvirfilbylnum og syngjum með.

Nýja kerfið byggir allt á stafrænni tækni, sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu, bæði á neytenda- og fyrirtækjamarkaði - og hjá hinu opinbera.

Það er ljóst að gríðarlegir möguleikar til hagræðingar eru til staðar. Og margir samstarfsaðilar okkar hafa sannarlega nýtt þá.

Einn þeirra er heildsölurisinn Innnes, sem við höfum unnið náið með undanfarin ár að þróun stafrænna innviða og lausna.

Vöxtur vefverslunar hjá Innnes

Hlutdeild vefverslunar hefur aukist hratt á síðustu árum í takt við stöðuga þróun í stafrænni tækni, eins og sést á þessari mynd. Sala í gegnum vefverslun nam 2% á fyrirtækjasviði 2018, en var komin yfir 50% árið 2022.

Árið 2018 námu viðskipti í gegnum vefverslun á fyrirtækjasviði (sala til mötuneyta, hótela, veitingahúsa og fleira) um 2% af heildarveltu sviðsins.

Sama ár setti Vettvangur nýjan vef í loftið fyrir Innnes, sem byggði á metnaðarfullum markmiðum fyrirtækisins fyrir stafræna þróun. Lykilþættir þar, auk yfirhalningar á öllu ytra viðmóti og samþættingar við innri kerfi var ný og öflug vefverslun. 

Vefsalan tók strax mikinn kipp á næstu mánuðum og nam 2019 14% af veltunni, sem var sjöföldun frá árinu áður.

Stöðug þróun = stöðug aukning í vefsölu

Hlutdeild vefverslunar hefur svo haldið áfram síðustu ár í takt við stöðuga þróun og ýmsar uppfærslur, meðal annars

  • bætta leitarvirkni, þar sem hægt er að setja í körfu beint út leitinni
  • hraðpantanir til að flýta fyrir afgreiðslu
  • nýtt sölumannaviðmót
  • rafræn auðkenni, reikninga- og hreyfingayfirlit
  • nýja notendastýringu

2022 kom svo út nýr og uppfærður vefur með fjölmörgum nýjungum. Viðmót var allt tekið í gegn og innri og ytri vefur voru sameinaðir í einn heildstæðan vef. Notendaupplifun var stórbætt með betri vöruupplýsingum og meiri vinnsluhraða.

Til að gera langa sögu stutta (sem er kannski of seint) var vefsala Innnes 2022 komin í 51% af heildarveltu fyrirtækjasviðs og hafði aukist hlutfallslega um 55% milli ára.

Á bak við þessar hlutfallstölur eru háar fjárhæðir og gríðarmargar pantanir enda er Innnes meðal allra stærstu fyrirtækja á íslenskum matvælamarkaði.

Innnes er heildsölurisi á matvælamarkaði

Fyrirtækjasvið Innnes selur til hótela, veitingahúsa og mötuneyta vítt og breitt um landið. Viðskiptavinir hafa tekið vefversluninni opnum örmum.

Samstarf Innnes og Vettvangs hófst árið 2017 með innleiðingu vefverslunar.  Starfsemi Innnes og þjónusta við viðskiptavini er fjölþætt og síbreytileg og stafrænar þarfir í takt við það.  Var því ljóst að verkefnið yrði ærið og krefjandi og því mikilvægt að velja traustan aðila.  Við komumst fljótt að því að hjá Vettvangi starfar einstaklega lausnamiðað fólk sem hefur frá upphafi nálgast hugmyndir okkar af opnum hug en jafnframt með faglegri og heiðarlegri ráðgjöf, stílhreinni hönnun og vönduðum vinnubrögðum. Útkoman er vefur sem við erum afar stolt af í dag.

Tinna Harðardóttir

Upplýsingatæknistjóri Innnes

Frábær árangur en ekki einsdæmi

Innnes hefur náð miklum árangri á sinni stafrænu vegferð, sem er þó hvergi nærri lokið. 

Þessar miklu sviftingar eru nefnilega í góðum takti við árangur sem aðrir samstarfsaðilar okkar hafa náð á undanförnum árum. Þar eru framarlega fyrirtæki eins og Domino’s og Epli, og stofnanir eins Hugverkastofan og Heilsuvera.

Lestu meira um árangur viðskiptavina okkar:

Hvar er fyrirtæki þitt statt á sinni vegferð?

Elmar Gunnarsson

Viðskipti og ráðgjöf

Viltu kíkja í spjall?

Orð eru til alls fyrst. Kíktu til okkar í heimsókn og segðu okkur þína sögu. Við tökum vel á móti þér, frítt og skuldbindingalaust.

Sláðu á þráðinn

415 0018

Eða skelltu á mig pósti

Fyrirtaks fólk í fyrirtaks fyrirtæki

Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem er gaman og ánægjulegt að vinna með.

  • Framúrskarandi fyrirtæki 2022-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021-2023
  • Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2023
  • Velgjörðafyrirtækja SOS Barnaþorpa
  • Fyrirtækja ársins 2020

Viðskiptavinur