Ferlið
Það byrjar allt á
góðum kaffibolla
Samtal
Árangursríkt samstarf hefst á góðum kaffibolla. Það er bara reynsla okkar. Strax á fyrsta fundi fáum við mikilvæga innsýn í helstu áskoranir og tækifæri í þínu umhverfi. Þú segir allt af létta og hvert hugurinn stefnir. Við hlustum og gefum okkar tvö sent.
- Kaffibolli
- Áskoranir
- Tækifæri
- Hugmyndir
Hönnunarsprettir
Við höldum kröftugar vinnustofur í anda Google Design Sprints. Þar köstum við á milli okkar hugmyndum í skapandi flæði. Því næst skilgreinum við þá virkni sem viljum að lausnin hafi í fyrstu útgáfu og smíðum prótótýpu af endanlegri lausn.
- Vinnustofur
- Hugareflisæfingar
- Þarfagreining
- Prótótýpur
Viðmótshönnun
Samþykkt prótótýpa fer í lokahönnun hjá hönnuðum okkar sem færa lausnina í endanlegan búning. Okkar hönnuðir hafa hannað framúrskarandi verðlaunalausnir þar sem notendaupplifun er ávallt í fyrsta sæti.
- Notendarannsóknir
- UX/UI
- Útlitsmörkun
- Hönnunarkerfi
Þróun
Þegar lokahönnun liggur fyrir taka forritarar okkar við keflinu. Við samstillum forritun í fram- og bakenda til að tryggja rétta og hnökralausa virkni. Að lokum gerum við ítarlegar úttektir og prófanir. Niðurtalningin hefst en engu er skotið á loft nema allt virki rétt.
- Azure
- Samþætting kerfa
- Umbraco
- Framendi
- Bakendi
Yfir 100+ fyrirtæki
treysta okkur
Við leggjum upp úr nánu samstarfi frá fyrsta degi og hefur okkar einfalda en markvissa nálgun margsannað sig. Með náinni samvinnu þróum við framúrskarandi lausnir.
Umsagnir
Það sem samstarfsaðilar
okkar hafa að segja
Við hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna getum hiklaust mælt með Vettvangi. Vinnunni með þeim fylgir jákvæður og spennandi kraftur og frumkvæði í að finna góðar lausnir sem passa okkur. Við kunnum vel að meta nálægðina við þá sem vinna að hönnun og forritun sem einfaldar allt og sparar tíma. Við höfum verið mjög ánægð með allt upplýsingaflæði, skipulag og áreiðanleika.
Vettvangur aðstoðaði okkur við heildarendurskoðun og útskiptingu á innri og ytri vef, sem gekk framar vonum. Allar áætlanir stóðust fyllilega, samskipti voru til fyrirmyndar og öll verkefni og beiðnir voru afgreiddar á mettíma. Að auki er Umbraco vefumsjónarkerfið öflugt og einfalt í notkun, þannig að við erum afar sátt með útkomuna.
Ég get ekki mælt meira með þjónustu Vettvangs en teymið þeirra er skipað frábærum aðilum sem reyndust okkur hjá Heimum vel þegar við vorum í endurmörkunarferli og vorum að búa til nýjan vef sem var hannaður frá grunni hjá þeim. Öll samskipti eru hröð og góð og alltaf er fyrirspurnum og þjónustubeiðnum svarað með jákvæðni og þjónustulund.
Vettvangur sýndi framúrskarandi skilning á þörfum okkar sem tryggði að nýja vefsíðan okkar, npi.int, samræmdist fullkomlega sýn okkar og þörfum. Samskiptin voru til fyrirmyndar í gegnum allt ferlið og fagmennskan skein í gegn. Mælum eindregið með þeim og hlökkum til árfamhaldandi samstarfs.
Fyrir okkur var mikilvægt að verkáætlun virtist raunhæf og traustvekjandi og að samræmi væri milli kostnaðar og þess sem fylgdi með í pakkanum - hraði síðu, sveigjanlegt vefumsjónarkerfi og hýsing voru lykilatriði fyrir okkur. Við vorum hæstánægð með samstarfið og lokaútkomuna á vefnum.