Fara á efnissvæði
Vettvangur
Vettvangur

Hagkvæmar lausnir sem skila raunverulegum árangri

Apparatus er systurfyrirtæki Vettvangs í applausnum. Við vinnum náið saman að þróun heildarlausna fyrir stafræna þjónustu. Með nýrri tækni er ódýrara og einfaldara en áður að smíða og reka applausn - hefurðu kannað málið?

Hönnunarsprettir

Við höldum kröftugar vinnustofur í anda Google Design Sprints. Þar köstum við á milli okkar hugmyndum í skapandi flæði. Því næst skilgreinum við þá virkni sem viljum að lausnin hafi í fyrstu útgáfu og smíðum prótótýpu af endanlegri lausn.

Viðmótshönnun

Samþykkt prótótýpa fer í lokahönnun hjá hönnuðum okkar, sem færa lausnina í endanlegan búning. Hönnuðir okkar hafa hannað margar framúrskarandi applausnir þar sem notendaupplifun er ávallt í fyrsta sæti.

Þróun

Þegar lokahönnun liggur fyrir taka forritarar okkar við keflinu. Við samstillum forritun í fram- og bakenda til að tryggja rétta og hnökralausa virkni. Að lokum gerum við ítarlegar úttektir og prófanir. Niðurtalningin hefst en engu er skotið á loft nema allt virki rétt.

iOS/Android

Applausnir okkar eru smíðaðar í Flutter, sem þýðir að ekki þarf að að forrita sérstaklega fyrir iPhone og Android kerfin. Aðeins er einn kóðabasi og uppfært fyrir báða heima í einu. Þetta sparar pening og einfaldar lífið fyrir alla.

MVP

Það er mikilvægt að koma appinu sem fyrst út á markað og nýta endurgjöf notenda til að þróa appið áfram. Við skjótum á loft lausn sem gerir strax mikið gagn fyrir þína viðskiptavini en skilgreinum líka næstu skref í þróun appsins.