Tryggðu hnökralausan og öruggan rekstur í Azure skýinu
Ráðgjöf
Microsoft Azure er okkar heimavöllur í skýinu. Við greinum þarfir þínar til að hámarka Azure rekstur þinn og útgáfuferla. Markmið okkar er ávallt að tryggja hámarks afköst, nauðsynlega skölun vinnslugetu og öryggi lausna þinna í hvívetna.
DevOps útgáfuferlar
DevOps sérfræðingar okkar setja upp og besta útgáfu- og þróunarferla, sem tryggja skilvirka og hnökralausa útgáfu smærri sem stærri uppfærslna. Við leggjum áherslu á sveigjanleika og áreiðanleika með það að augum að flýta fyrir útgáfu þar sem þó hvergi er slegið af í gæðum.
Rekstur og eftirlit
Sérfræðingar okkar veita allan nauðsynlegan stuðning og ráðgjöf hvað varðar rekstur í skýinu og bregðast hratt við hvers kyns uppákomum. Við fylgjumst vel með virkni og afköstum til að tryggja fulla virkni á álagstímum og hnökralausan uppitíma lausna.