Við hönnum frá grunni ásýnd fyrir stafræna miðla - eða þróun áfram útlit sem fyrir er
Greining
Við leggjum fram um að finna kjarnann í vörumerkinu, köfum vandlega ofan í starfsemina, vörurnar og samkeppnisaðila. Við nýtum fyrirliggjandi myndheim sem grunn, ef hann er til, eða sköpum spánýjan heim.
Hugmyndavinna
Þegar kjarni vörumerkisins hefur verið fangaður gerum við nokkrar tillögur að útliti, fáum endurgjöf og vinnum áfram. Hugmyndavinna heldur áfram og hvert skref borið undir viðskiptavin þangað til samhljómur næst. Grunneigindi eru skilgreind og svo þróuð áfram í flóknari útfærslur.
Hönnunarkerfi
Við setjum upp skipuleg hönnunarkerfi sem byggir á þínum hönnunarstaðli. Hönnunarstaðall er leiðbeinandi fyrir hvers kyns hönnun fyrir viðkomandi vörumerki og samanstendur af litum, leturgerðum, íkonum og ýmsum grafískum elementum.