Fara á efnissvæði
Vettvangur
Vettvangur

Við þróum vefi og
tæknilausnir fyrir leiðtoga á
markaði sem skila árangri

Reynsluboltar

Hjá Vettvangi starfa forritarar með mikla reynslu af forritun í bakenda og framenda. Við nýtum þá tækni sem hentar best hverju verkefni og höfum ávallt í huga ýtrustu þróunarmöguleika í síbreytilegum, stafrænum heimi.

Sérsniðin nálgun

Það er ólíklegt að lausnin sem þú leitar að sé þegar til, klár til afhendingar. Alvöru rekstur krefst nákvæmrar greiningar og sérstakrar nálgunar í hverju tilfelli. Teymi okkar vinnur náið með þér frá fyrsta fundi til að skilja þínar sérstöku áskoranir og möguleika í stafrænum heimi.

Vefþróun fyrir lengra komna

Samþætting / API

Tæknistakkur nútímafyrirtækja getur verið býsna flókinn. Mörg kerfi þurfa að vinna saman sem ein heild.  Sérfræðingar á Vettvangi eru sannkallaðir samskiptasnillingar og hafa mikla reynslu af tengingum milli kerfa þannig að uppitími lausna sé ávallt tryggður og rekstur hnökralaus.

B2B

Vettvangur hefur síðustu ár öðlast mikla reynslu í smíði stafrænna lausna fyrir aðila á fyrirtækjamarkaði (B2B). Þjónustuvefir og vefverslanir sem við höfum hannað og smíðað hafa fært þjónustu samstarfsaðila okkar á annað stig og stóraukið hagkvæmni í rekstri.

Lesa nánar

Kvikun

Framendaforritarar okkar blása lífi og hreyfingu í hönnun þannig að ögrar mannlegum skilningi. Vefir okkar eru framúrskarandi snarpir, aðgengilegir og notendavænir, og leiða notandann rakleitt þangað sem hann vill fara.

„Ég get ekki mælt meira með þjónustu Vettvangs en teymið þeirra er skipað frábærum aðilum sem reyndust okkur hjá Heimum vel þegar við vorum í endurmörkunarferli og vorum að búa til nýjan vef sem var hannaður frá grunni hjá þeim. Öll samskipti eru hröð og góð og alltaf er fyrirspurnum og þjónustubeiðnum svarað með jákvæðni og þjónustulund.“

Petur Runar

Pétur Rúnar Heimisson

Markaðsstjóri, Heimar

Þrautreynd nálgun

Náið samstarf

Góðar lausnir kalla á náið samstarf þar sem gengið er saman í takt að skýru markmiði. Saman greinum við tækifærin, teiknum upp lausnir, brjótum verkin í hæfilega áfanga og kortleggjum vegferðina framundan.

Stöðug þróun

Við vinnum stöðugt að því að þróa og slípa lausnir okkar til, dag eftir dag, útgáfu eftir útgáfu. Í umhverfi stöðugra tækninýjunga tryggjum við viðskiptavinum okkar hraða aðlögun og nauðsynlegar uppfærslur.

Skuldbinding

Við kunnum að vinna hratt. En það þarf líka að hugsa til lengri tíma. Árangur þinn og velgengni til lengri tíma er okkar keppikefli. Þegar þér gengur vel, gengur okkur vel.

Árangur

Við erum árangursdrifin og vinnum öll verk með hagsmuni hvers verkefnis í huga. Við viljum að allir sem koma að verkefninu sjái draum sinn verða að veruleika.