Þrautreynd nálgun
Komdu með okkur í ferðalag
Náið samstarf
Góðar lausnir kalla á náið samstarf þar sem gengið er saman í takt að skýru markmiði. Saman skilgreinum við lokaafurðina, brjótum verkið í hæfilega áfanga og kortleggjum vegferðina sem framundan er.
Stöðug þróun
Við vinnum stöðugt að því að þróa og slípa lausnir okkar til, dag eftir dag, útgáfu eftir útgáfu. Í umhverfi stöðugra tækninýjunga tryggjum við viðskiptavinum okkar hraða aðlögun og nauðsynlegar uppfærslur.
Skuldbinding
Góðar lausnir kalla á náið samstarf þar sem gengið er saman í takt að skýru markmiði. Saman skilgreinum við lokaafurðina, brjótum verkið í hæfilega áfanga og kortleggjum vegferðina sem framundan er.
Árangur
Við erum árangursdrifin og vinnum öll verk með hagsmuni hvers verkefnis í huga. Við viljum að allir sem koma að verkefninu sjái draum sinn verða að veruleika.
Hugmyndir flæða og fá uppbyggilega endurgjöf. Hér er góður andi og traust - við erum til taks hvert fyrir annað. Þannig viljum við hafa það.
![1](/media/ugtbv10z/1.jpg?width=370&height=370&v=1dae043dc2fc600&format=webp)
Teymið okkar
Fyrirtaks fólk í fyrirtaks fyrirtæki
Verðlaunavefir
Besta uppskeran er alltaf ánægja viðskiptavina en við höfum líka fengið margar viðurkenningar og verðlaun fyrir lausnir okkar. Við getum alveg verið ánægð með það. Það má.
Íslensku vefverðlaunin
Íslensku vefverðlaunin
Íslensku vefverðlaunin
Umbraco Awards
Íslensku vefverðlaunin
Menningin
Samheldni
Jákvæðni og samheldni er grunnur í okkar menningu. Við styðjum hvert annað og fögnum þegar sigrar nást. Samskipti eru hreinskiptin, samvinnan jákvæð og uppbyggileg.
Sveigjanleiki
Nútímafólk lifir í flóknum veruleika. Við bjóðum sveigjanlegan vinnutíma - og stundum að vinna heima, eftir verkefnum og samkomulagi.
Traust
Við treystum okkar fólki til að leysa sín verkefni sjálft, enda margreyndir sérfræðingar á sínu sviði. Þó vinnum við þétt saman og styðjum hvert annað alla leið þegar á þarf að halda.
Gleði
Oft er álag hjá okkur en þeim mun mikilvægara er að rækta góða skapið. Við kunnum vel að fagna sigrum, litlum sem stórum, og grípum hvert tilefni til að hittast og fagna saman.
Vettvangur er heimilislegur vinnustaður þar sem saman koma hæfileikaríkir sérfræðingar í stafrænni hönnun og þróun. Við leggjum áherslu á gott starfsumhverfi og viljum efla okkar fólk til að skara fram úr á sínu sviði.