Vettvangur góðra lausna
Þegar valin er vefstofa til að vinna metnaðarfull verkefni er ekki tjaldað til einnar nætur. Við vinnum best með framsæknum aðilum sem skilgreina vefi sína sem lykilþátt í sínum markaðssamskiptum og mikilvæga framlengingu af vörumerkjum sínum.
Við nálgumst hvert verkefni með langtímasamstarf í huga og keppumst við að skapa virði og samkeppnisforskot fyrir samstarfsaðila okkar.
Svona hjálpum við þér
Við erum Vettvangur fólks sem vill starfa náið saman í krefjandi og metnaðarfullum verkefnum. Góðir hlutir gerast þegar hugmyndir og skoðanir flæða hindrunarlaust og fá heiðarlega og hreinskipta endurgjöf. Á milli starfsfólks okkar ríkir góður andi og traust, og allir rétta hjálparhönd þar sem með þarf.
Og þannig viljum við líka vinna með þér.
Við erum árangursdrifin og vinnum öll verk með hagsmuni hvers verkefnis í huga. Með því að vinna í stuttum sprettum fáum við stöðuga endurgjöf frá hagsmunaaðilum, sem stuðlar mjög að vel heppnaðri lokaafurð. Við viljum að allir sem koma að verkefninu sjái draum sinn verða að veruleika.
Við kjósum hrein og bein samskipti
Við vinnum í nánu samstarfi með þér
Við hugsum vegferð þína til lengri tíma
Við þróumst stöðugt þér til ávinnings
Fyrirtaks fólk í fyrirtaks fyrirtæki
Vettvangurinn er skipaður einvala liði fólks og furðufugla, sem er gaman og ánægjulegt að vinna með. Við lifum og hrærumst í stafrænum heimi og jafnvel þó við séum enn ung og æskurjóð - svona flest - þá búum við yfir áralangri reynslu af hönnun og þróun vandaðra tæknilausna.
Vettvangur er frábær vinnustaður enda var hann útnefndur Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2019, 2021, 2022 og 2023 og Fyrirtæki ársins 2020 hjá VR. Þá var fyrirtækið valið Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021 af Keldunni og Viðskiptablaðinu, en aðeins 2,2% fyrirtækja á Íslandi uppfylla ströng skilyrði fyrir útnefningunni.
Fólki sem líður vel í vinnunni skilar betra verki, er hugmyndaríkara og jákvæðara í öllum samskiptum.
Vilt þú samstarf við jákvætt og skemmtilegt fólk?
Vettvangur er eitt Velgjörðafyrirtækja SOS Barnaþorpa
Það felur í sér yfirlýsingu um að við viljum gera heiminn betri fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn og stuðla að betra lífi fyrir sárafátækar barnafjölskyldur.
Sem samstarfsaðili SOS Barnaþorpa:
- látum við okkur velverð barna varða og viljum fjölga tækifærum þeirra til betra lífs
- stuðlum við að jöfnum tækifærum barna, óháð trú, uppruna og búsetu
- vinnum við að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun
Velgjörðafyrirtæki SOS Barnaþorpa styrkja starfsemina um að lágmarki 500.000 kr. á ári, en þeim fjármunum er veitt til verðugra verkefna á vegum samtakanna.
Verðlaunavefir
Besta uppskera okkar er alltaf ánægja viðskiptavina en Vettvangur hefur líka fengið margar viðurkenningar og verðlaun fyrir lausnir sínar. Við getum alveg verið montin af því. Það má.
Nominee for Best Designed Site
HS Orka
Umbraco Awards 2024
Verkefni ársins
Lyfju appið
Íslensku vefverðlaunin 2023
Stafræn lausn ársins
Lyfju appið
Íslensku vefverðlaunin 2023
Vefverðlaunin
Fimm tilnefningar
Íslensku vefverðlaunin 2023
Honorable Mention
Netgíró
Awwwards 2023
Best Healthcare Solution
Heilsuvera
Umbraco Awards 2022
Fyrirtækjavefur ársins, meðalstór
Inkasso
Íslensku vefverðlaunin 2022
Samfélagsvefur ársins
Rauði Krossinn
Íslensku vefverðlaunin 2022
Söluvefur ársins
Domino’s
Íslensku vefverðlaunin 2021
Vefverðlaunin
Fimm tilnefningar
Íslensku vefverðlaunin 2021
App ársins
Domino’s App
Íslensku vefverðlaunin 2020
Vefverðlaunin
Fjórar tilnefningar
Íslensku vefverðlaunin 2020
Honorable Mention
Vefur Vettvangs
Awwwards 2020
Mobile Excellence
Vefur Vettvangs
Awwwards 2020
Söluvefur ársins
Domino’s
Íslensku vefverðlaunin 2019
Vefverðlaunin
Fjórar tilnefningar
Íslensku vefverðlaunin 2019
Vefkerfi ársins
Mín líðan
Íslensku vefverðlaunin 2018
Hönnun og viðmót
Marel
Íslensku vefverðlaunin 2018
Vefverðlaunin
Sex tilnefningar
Íslensku vefverðlaunin 2018
Vefverðlaunin
Fjórar tilnefningar
Íslensku vefverðlaunin 2016
Fyrirtækjavefur ársins
Sjóvá
Íslensku vefverðlaunin 2016
Val fólksins
Sjóvá
Íslensku vefverðlaunin 2016
Best Web
66°Norður
Umbraco Awards 2014
Ánægðir viðskiptavinir
Það hefur reynst auðsótt að fá umsagnir frá viðskiptavinum okkar. Hér eru nokkrar slíkar. Þær segja kannski allt sem segja þarf?