Samstarfsaðilar
Hugverkastofan
Skoða verkefni
Hlutverk okkar
- Viðmótshönnun
- Vefþróun
- Mínar síður
- API samþætting
Nýr vefur Hugverkastofunnar er hannaður með síauknar kröfur notenda í huga, þar sem lögð var mikil áhersla á bæta flæði í stafrænni afgreiðslu fyrirspurna og stafvæða ferli sem áður voru handvirk.
![Hugverkastofa 5](/media/nenhj13u/hugverkastofa-5.jpg?width=370&height=280&v=1db78f559413d50&format=webp)
Síauknar kröfur um sjálfsafgreiðslu
Nýi vefurinn tekur mið af síauknum kröfum notenda um sjálfsafgreiðslu sem er í takt við stefnu stofnunarinnar. Mjög mikilvægt atriði í því samhengi er framúrskarandi notendaviðmót og skýrt flæði þjónustuferla.
![Hugverkastofa 4](/media/zlwjsyf0/hugverkastofa-4.jpg?width=370&height=280&v=1db78f556582720&format=webp)
Bætt aðgengi að ríkulegu efni
Vefur Hugverkastofu er mjög efnismikill og gefur meðal annars aðgang að mjög stórum gagnagrunnum. Ný og öflug leitarvél er meðal nýjunga á vef Hugverkastofu, sem gerir mun auðveldara að finna þær upplýsingar sem leitað er að.
![Hugverkastofa 3](/media/yaplvufw/hugverkastofa-3.jpg?width=370&height=280&v=1db78f557c4d680&format=webp)
![Hugverkastofa 2](/media/ay5lonut/hugverkastofa-2.jpg?width=370&height=280&v=1db78f55a9079a0&format=webp)
Einfaldari umsóknarferli
Umsóknarferli fyrir skráningu hugverka var stórbætt fyrir notendur, sem jafnframt minnkar mikið handavinnu starfsmanna.
![Hugverkastofa 1](/media/mvjdbajy/hugverkastofa-1.jpg?width=370&height=280&v=1db78f555005f50&format=webp)
Á meðal þess sem við vildum að yrðu leiðarljósin í samstarfi við Vettvang var náið og stöðugt samstarf, hreinskiptin og heiðarleg samskipti, greiður og beinn aðgangur að hönnuðum og forriturum, einfalt og aðgengilegt vefumsjónarkerfi og að uppsetning vefsins yrði þannig að við hefðum mikla stjórn á honum. Vettvangur hefur reynst frábær samstarfaðili, ekki síst vegna þess að aðferðafræðin þeirra féll fullkomlega að þessum væntingum okkar.