Samstarfsaðilar
HS Orka
Skoða verkefni
Hlutverk okkar
- Viðmótshönnun
- Vefþróun
- Mörkun
- Mínar síður
- API samþætting
Verðlaunavefir
Nýr vefur Vettvangs fyrir HS Orku var endurhannaður frá grunni. Hannað var nýtt útlit fyrir stafræna framsetningu vörumerkis HS Orku þar sem kvik hönnunarelement gefa létt og frísklegt yfirbragð. Ný hönnun styður betur við ýmsar áherslur í markaðs- og sölustarfi, til dæmis hvað varðar hleðsluáskriftir á hrattstækkandi rafbílamarkaði.
![HS Orka 1](/media/2hkh1iqu/hs-orka-1.jpg?width=370&height=280&v=1db78f502e45280&format=webp)
![HS Orka 2](/media/zkylrfp4/hs-orka-2.jpg?width=370&height=280&v=1db78f5058d5270&format=webp)
Auðlindagarðurinn
Auðlindagarðurinn er vörumerki og þjónustuframboð á vegum HS Orku sem fékk eigin hönnun og sérvef. Þar er höfðað til fyrirtækja, ekki síst erlendra, sem sækjast eftir sjálfbærri orku í framleiðslu sína.
![HS Orka 3](/media/tc2gttru/hs-orka-3.jpg?width=370&height=280&v=1db78f5070636d0&format=webp)
Innblástur að hönnun sótt í starfsemina
Hönnuður vefsins, Jón Kári Eldon, hannaði kvik, grafísk element sem eru gegnumgangandi leiðarstef í allri hönnun vefsins Grafíkin er táknræn fyrir orkustrauma sem liggja þvert í gegnum kerfi HS Orku og til viðskiptavina, en um leið bæta notendaupplifun með skemmtilegu flæði eftir því sem flett er áfram í gegnum efni vefsins.
Jón Kári tók hönnunina okkar algjörlega á næsta level. Ég myndi segja að hans vinna hafi skapað brandið okkar sem smitaðist áfram í aðra vinnu, eins og glærukynningar og merkingar fyrirtækisins á veggjum, nafnspjöld og fleira. Þannig hönnunin hefur nýst okkur vel áfram.
![HS Orka 4](/media/ykgc5cip/hs-orka-4.jpg?width=370&height=280&v=1db78f50430f6c0&format=webp)
Merkið er kjarni vörumerkisins
Þegar vörumerki eru útfærð í vefhönnun skiptir mestu máli að skilja hvaða helstu hönnunareigindi eða element eru fyrir hendi í merkinu eða hönnunarstaðlinum. Slík element er upplagt að nýta til að styðja við notendaupplifun á vefnum