Fara á efnissvæði
Vettvangur
Vettvangur

Samstarfsaðilar

Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Skoða verkefni

live.is

Hlutverk okkar

  • API samþætting
  • Vefþróun
  • Viðmótshönnun

Verðlaunavefir

Svef Blue

Markmiðið með nýjum vef Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) var meðal annars að uppfæra stafræna ásýnd til samræmis við nýtt útlit og hönnunarstaðal og bæta rafræna þjónustu til sjóðfélaga í gegnum vefinn. Vefurinn var tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna 2023 sem „Fyrirtækjavefur ársins, meðalstór fyrirtæki“.

Live 1

Við hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna getum hiklaust mælt með Vettvangi. Vinnunni með þeim fylgir jákvæður og spennandi kraftur og frumkvæði í að finna góðar lausnir sem passa okkur. Við höfum verið mjög ánægð með allt upplýsingaflæði, skipulag og áreiðanleika. Síðast en ekki síst höfum við fundið að teymið hjá Vettvangi sýnir okkar viðfangsefnum og notendahópum raunverulegan áhuga sem gerir allt samstarf lipurt og ánægjulegt.

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir

Markaðs- og kynningarstjóri LV

Efnismikill vefur

Eldri vefur sjóðsins var mjög efnismikill í takt við umsvifamikla starfsemi en efni var óaðgengilegt og grafið djúpt niður í veftré. Í nýrri hönnun var lögð lykiláhersla á að einfalda viðmót, auka ráðgjöf og safna efni saman á sérstakar lendingarsíður sem taka mið af ólíkum tímamótum í lífi fólks. 

Live 2
Live 3

Bætt aðgengi fyrir alla

Allt efni var yfirfarið og endursamið. Þá var mikil áhersla lög á gott aðgengi fyrir breiðan hóp með mismunandi stafræna færni.

Live 4

Lána- og lífeyrisreiknivélar

Í nýrri hönnun var mikil áhersla lögð á bæta rafræna þjónustu í gegnum vefinn. Þar gegna lykilhlutverki ítarlegar reiknivélar; lánareiknivél og lífeyrisreiknivél.