Verðlaunavefir
Þjónusta Netgíró er í mikilli þróun og hefur spáný útgáfa af vef Netgíró nú litið dagsins ljós. Vefurinn hefur verið endurhannaður að mestu frá fyrri útgáfu sem einnig var gefin út af Vettvangi. Hin nýja útgáfa tekur mið af nýjungum í þjónustuframboði og þróun í útlitsmörkun vörumerkisins, en sú vinna var í umsjá Maura.
![1](/media/wsrk4z2x/1.jpg?width=370&height=280&v=1db6750acd75780&format=webp)
Hönnunarspretturinn með Vettvangi gekk gríðarlega vel, góð samskipti og hröð vinnubrögð einkenndi þeirra starf. Þar að auki var vefurinn sem þau smíðuðu mjög vel heppnaður. Ég mæli hiklaust með þeim sem samstarfsaðila í litlum sem stórum verkefnum.
![3](/media/rxgjywej/3.jpg?width=370&height=280&v=1db6750aa197000&format=webp)
Kvik grafík
Vefurinn er léttleikandi, flæðir einstaklega vel og sýnir skemmtilega á myndrænan hátt hvernig þjónusta Netgíró virkar. Notendavæn og einföld lánareiknivél fyrir lán er aðgengileg á vefnum.
![4](/media/ig4pwlrv/4.jpg?width=370&height=280&v=1db6750b0fac270&format=webp)
![5](/media/jatd4rol/5.jpg?width=370&height=280&v=1db6750ab8004e0&format=webp)
Viðurkenningar
Vefur Netgíró fékk viðurkenningu vefsamtakanna awwwards í janúar 2024 fyrir „Memorable Mention“ og var einnig tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna 2024 sem „Markaðsvefur ársins“.