Samstarfsaðilar
Domino´s DK
Skoða verkefni
Hlutverk okkar
- Viðmótshönnun
- Vefþróun
- API samþætting
- Hýsing og rekstur
- Vefverslun
Velgengni Domino's á Íslandi má ekki síst þakka markvissri þróun á stafrænum lausnum sem hafa skilað mikilli hagræðingu og hollustu viðskiptavina. Þar hafa Vettvangur og Apparatus verið traustir samstarfsaðilar. Nú hefur verið gefinn út nýr vefur fyrir danskan markað, sem byggir sömu lausn og Vettvangur hefur þróað markvisst fyrir hið íslenska félag á undanförnum árum.
![Dominos 6](/media/hrxd12hx/dominos-6.webp?width=370&height=280&v=1db6760bc5ca0b0&format=webp)
Nýju lausnirnar byggja ekki aðeins á sömu viðmótshönnun og þær íslensku heldur nýta þær sama bakendakerfi og kóðagrunn, sem felur í sér mikið hagræði fyrir alla aðila.
![Dominos 2](/media/5ywm1g3w/dominos-2.webp?width=370&height=280&v=1db6760baebd2a0&format=webp)
Það getur verið flókið að panta pizzu þegar margir valmöguleikar og skilyrði eru í boði. Verðlaunaviðmót Domino’s einfaldar það sem flókið er þannig að allir finna sitt.
![Dominos 3](/media/cgyjx3wi/dominos-3.webp?width=370&height=280&v=1db6760b3ee6cb0&format=webp)
Mit Domino’s
Danska útgáfan hefur sína útgáfu af „Mínu Domino’s“ og þegar þangað inn er komið er einfaldara og fljótlegra að panta pizzu - upplýsingar viðskiptavina sem snúa aftur eru forútfylltar í greiðsluferlinu, vefurinn man hvar var pantað og stingur upp á síðustu afgreiðslustöðum sjálfkrafa.
![Dominos 4](/media/0gujx0ux/dominos-4.webp?width=370&height=280&v=1db6760b98a46d0&format=webp)
Samstarfið við Vettvang hefur verið gott og árangursríkt. Hjá Vettvangi starfar hæfileikaríkt fólk með mikinn metnað sem einstaklega gott er að vinna með. Við hófum samstarf snemma árs 2017 og hefur þróun vefsins og stafrænna lausna aldrei verið hraðari og betri. Teymið okkar hjá Vettvangi hefur reynst okkur mjög vel í þessari vegferð. Í sameiningu höfum við náð að yfirstíga tæknilegar áskoranir og þróað lausnir sem styðja við okkar viðskiptalegu markmið.
![Dominos 5](/media/tngbvlox/dominos-5.webp?width=370&height=280&v=1db6760b25a1110&format=webp)
![Dominos 8](/media/zjpfhrxp/dominos-8.webp?width=370&height=280&v=1db6760b5655540&format=webp)
![Dominos 7](/media/0fynflfe/dominos-7.webp?width=370&height=280&v=1db6760b6c867b0&format=webp)