Samstarfsaðilar
Eimskip
Skoða verkefni
Hlutverk okkar
- Viðmótshönnun
- Vefþróun
- Hýsing og rekstur
- API samþætting
Eimskip og Vettvangur tóku höndum saman um að þróa heildstæðar lausnir sem virka í kviku alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Áhersla var lögð á sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu notenda en jafnframt var gengið úr skugga um að félagið hefði sveigjanleika til staðfærslu á mismunandi markaðssvæðum.
Nýr hönnunarstaðall
Búinn var til nýr hönnunarstaðall sem var leiðarljós í nýrri hönnun. Þar voru skilgreind ýmis viðmótseigindi, til dæmis fyrir hnappa, form og tilkynningaglugga. Ný litapalletta var einnig unnin.
![Eimskip 1](/media/j2bf1smw/eimskip-1.jpg?width=370&height=280&v=1db78f43b2eae70&format=webp)
![Eimskip 4](/media/urtjj1cr/eimskip-4.jpg?width=370&height=280&v=1db78f436974c00&format=webp)
Uppfærð tækni og mun meiri hraði
Aðalvefir Eimskips voru sameinaðir undir eitt vefumsjónarkerfi og dótturfélög sömuleiðis saman undir annað kerfi. Þetta auðveldar gríðarlega alla vefumsjón, uppfærslur og eykur öryggi til muna. Allar lausnir voru færðar í sameiginlegt Azure hýsingarumhverfi. Nýr kóðagrunnur Vettvangs var innleiddur fyrir vefi Eimskips sem eftir mikla rannsóknar- og tilraunavinnu stórjók hraða, aðgengi og leitarvélabestun.
![Eimskip 2](/media/prvnewky/eimskip-2.jpg?width=370&height=280&v=1db78f437f4b920&format=webp)
![Eimskip 3](/media/dysovlsz/eimskip-3.jpg?width=370&height=280&v=1db78f433bd7810&format=webp)
Einfaldara leiðarkerfi og auðveldari sjálfsafgreiðsla
Leiðarkerfi var einfaldað þar sem lögð var áhersla á að draga betur og skýrar fram fjölbreyttar þjónustuleiðir, sem áður voru lítt sýnilegar á undirsíðum. Sjálfsafgreiðsla viðskiptavina var einnig auðvelduð með betra flæði og endurhönnun reiknivéla. Þá var fjárfestahluti vefsins einnig endurhannaður með það í huga að auðvelda aðgengi að lykilupplýsingum um rekstur samstæðunnar.
![Eimskip 5](/media/a0cpwfop/eimskip-5.jpg?width=370&height=280&v=1db78f43528a0d0&format=webp)