Fara á efnissvæði
Vettvangur
Vettvangur

Samstarfsaðilar

LSR

Skoða verkefni

lsr.is

Hlutverk okkar

  • Viðmótshönnun
  • Vefþróun

Nýr vefur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins er glæsileg framlenging á útlitsmörkun sjóðsins í stafrænu viðmóti sem stórbætir jafnframt þjónustu við sjóðsfélaga með notendavænu viðmóti og bættu aðgengi að upplýsingum. 

LSR 1

Vettvangur aðstoðaði okkur við heildarendurskoðun og útskiptingu á innri og ytri vef, sem gekk framar vonum. Allar áætlanir stóðust fyllilega, samskipti voru til fyrirmyndar og öll verkefni og beiðnir voru afgreiddar á mettíma. Að auki er Umbraco vefumsjónarkerfið öflugt og einfalt í notkun, þannig að við erum afar sátt með útkomuna.

Kristinn Jón Arnarson

Samskiptafulltrúi LSR

LSR 2

Skýr framsetning og framúrskarandi aðgengi

Við hönnnun viðmóts var lögð áhersla á skýra framsetningu aðgerða og upplýsinga þar sem tekið var mið af sjónarhorni og þörfum sjóðfélaga. Hugað var sérstaklega að aðgengi blindra, sjónskertra og annarra sem eiga við fötlun að stríða. Helstu lykilsíður eru aðgengilegar á ensku.

LSR 3

Persónusniðnar Mínar síður

Nýjar Mínar síður fyrir sjóðfélaga voru einnig hannaðar og settar upp, þar sem viðmót og virkni er persónusniðið að þörfum og stöðu viðkomandi sjóðfélaga, t.d. hvað varðar eyðublöð og aðgerðir, til að einfalda og auðvelda sjálfsafgreiðslu.

LSR 4

Auðveldari sjálfsafgreiðsla á Mínum síðum

Auðveldari sjálfsafgreiðsla er sérstakur áherslupunktur á nýjum vef. Nú er hægt er að klára þjónustubeiðnir og umsóknir alfarið á vefnum án þess að nota aðrar samskiptaleiðir eins og t.d. símtöl, tölvupóst eða heimsóknir á skrifstofu LSR.