Samstarfsaðilar
Nordic Patent Institute
Skoða verkefni
Hlutverk okkar
- Mörkun
- Viðmótshönnun
- Vefþróun
Nordic Patent Institute (NPI) veitir sérhæfða leitarþjónustu til fyrirtækja og lögfræðistofa hvað varðar uppfinningar og einkaleyfi. Stofnunin er samstarfsverkefni stjórnvalda í Noregi, Danmörku og á Íslandi. Fyrri vefur NPI var kominn talsvert til ára sinna og endurspeglaði illa fjölbreytt og metnaðarfull verkefni stofnunarinnar.
![NPI 2](/media/0tkivpn1/npi-2.png?width=370&height=280&v=1db675a6dfac470&format=webp)
Vettvangur sýndi framúrskarandi skilning á þörfum okkar sem tryggði að nýja vefsíðan okkar, npi.int, samræmdist fullkomlega sýn okkar og þörfum. Samskiptin voru til fyrirmyndar í gegnum allt ferlið og fagmennskan skein í gegn. Mælum eindregið með þeim og hlökkum til árfamhaldandi samstarfs.
![NPI 3](/media/uqaoo4yw/npi-3.png?width=370&height=280&v=1db675a6b2eac20&format=webp)
Nýtt merki og útlitsmörkun
Nýr vefur var hannaður frá grunni ásamt nýrri útlitsmörkun og hönnunarstaðli. Merki NPI var endurnýjað, ný litapalletta sett saman og leturgerðir skilgreindar.
![NPI 4](/media/xzqltppy/npi-4.png?width=370&height=280&v=1db675a70f036b0&format=webp)
Kvik íkon hleypa lífi í vefinn
Kvik íkon og grafísk element voru hönnuð sem gefa vefnum mikið líf og ferskt yfirbragð.
![NPI 5](/media/3ucf30sp/npi-5.png?width=370&height=280&v=1db675a6f709b90&format=webp)
![NPI 6](/media/xi3ljjfr/npi-6.png?width=370&height=280&v=1db675a6c8ba410&format=webp)