Fara á efnissvæði
Vettvangur
Vettvangur

Samstarfsaðilar

Inkasso

Skoða verkefni

inkasso.is

Hlutverk okkar

  • Viðmótshönnun
  • Vefþróun

Markmið Inkasso er að umbreyta innheimtuþjónustu á Íslandi, gera hana manneskjulegri og stuðla að hugarfarsbreytingu gagnvart innheimtuferlinu hjá öllum sem það snertir. Nýr vefur Inkasso er hannaður til að auðvelda bæði kröfuhöfum og greiðendum að nálgast upplýsingar og ráðgjöf, og fá lausn sinna mála.Vefur Inkasso útnefndur „Fyrirtækjavefur ársins“ á Íslensku vefverðlaununum 2021 í flokki meðalstórra fyrirtækja.

Phone 2

Rafræn auðkennning fyrir þjónustuvef

Tvær megin vörusíður vefsins, fyrir greiðendur og kröfuhafa, beina viðskiptavinum á lokaðar þjónustusíður þar sem hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Þar er einnig hægt að fá svör við algengum spurningum og opna netspjall á sama stað.

Greidendavefur Hero

Léttleiki og traust

Við útlitshönnun vefsins og val á myndefni var lögð áhersla á léttleika en jafnframt traust.  Viðmót og flæði er einfalt, skýrt og traustvekjandi.

Greidendavefur

Auðveldari innheimta

Á greiðendavef geta viðskiptavinir nálgast yfirlit yfir gjalddaga og greiðslur. Þeir geta gert ráðstafanir í sínum málum sjálfir, en einnig sótt um greiðslufresti og skiptingu greiðslna. Öll áhersla er lögð á að auðvelda ferli við innheimtu og á hinn bóginn, aðstoða greiðendur við að greiða úr sínum flækjum.

Phone 3

Vettvangur sá um nýju heimasíðuna okkar og var samstarfið einstaklega gott. Þau vita hvað þau eru að gera og ganga hreint til verks. Ég kann sérstaklega að meta metnaðinn sem þau hafa fyrir hönd viðskiptavina sinna og að hugmyndir okkar séu ekki einfaldlega framkvæmdar heldur leggur starfsfólk Vettvangs sig fram um að bæta þær. 

Guðmundur Magnason

Framkvæmdastjóri Inkasso

Innheimtuferlid
Phone 1
Af Hverju Inkasso
Phone 4