Svo mörg eru þau orð
Hér finnurðu fréttir, fróðleiksmola og gagnlegar greinar um vefhönnun, vefþróun, stafræna markaðssetningu og allt annað sem okkur grunar að gæti létt þér lífið í verkefnum þínum og vangaveltum.
5 frábærar B2B verslanir
Mikil umbylting hefur orðið í viðskiptaumhverfi á fyrirtækjamarkaði undanfarin ár, þar sem sjálfsafgreiðsla í gegnum stafrænar lausnir er rauður þráður. Vettvangur hefur öðlast mikla sérhæfingu í hönnun, þróun og uppsetningu sérsniðinna þjónustuvefja og vefverslana fyrir fjölmarga B2B viðskiptavini sem kjósa að nota ekki staðlaðar verslanalausnir.
Stafræni leiðtoginn: Rakel Guðmundsdóttir
Undanfarin misseri hefur Atlantsolía unnið af kappi þróun á stafrænni þjónustu sinni í samstarfi við Vettvang og Apparatus. Rakel Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu, og teymi hennar hefur staðið í ströngu og hefur frá mörgu að segja. Við tókum hana tali.
AI spunavélar riðla SEO leiknum: Generative Engine Optimization
Spunavélar eins og ChatGPT, Claude og Google Gemini eru óðum að taka yfir hlutverk sem Google leitarvélin hafði áður einokun á: Að gefa netnotendum bestu ráð og svör um allt milli himins og jarðar. Um leið er leitarvélabestun sem markaðsstrategía í uppnámi - eða hvað? Við skoðum hér helstu leiðir fyrir vörumerki að ná sýnileika í spunavélum.
Vefverslun þróast hratt: Hér eru 8 nýjungar til að fylgjast með 2025
Það er mikilvægt að fylgjast með nýjungum í þróun vefverslana, enda þekkir netverslun engin landamæri. Íslendingar nota mikið erlendar vefverslanir og gera kröfu um sambærilega upplifun í íslenskum verslunum og þeir hafa vanist í þróuðustu lausnum í heimi. Hér eru teknar saman helstu nýjungar í þróun vefverslana 2025 og næstu misseri - það borgar sig lítið að spá lengra fram í tímann.
Stafræn umbreyting: Tækifæri og áskoranir 2024
Í þessum pósti skoðum við nokkrar helstu sveiflur og strauma í stafrænni umbreytingu fyrir 2024 sem snerta einkum vef- og stafrænar þjónustulausnir. Rauður þráður í stafrænni þróun næstu misseri er áhersla á sveigjanleika og hraða aðlögun að sviftingum í tækni og kröfum neytenda.
Stafræni leiðtoginn: Helga María Guðmundsdóttir
Helga María Guðmundsdóttir er ritstjóri þekkingarvefs Heilsuveru. Hún er með meistaragráðu í fjölmiðlafræði og diplómapróf í lýðheilsufræðum, og er þar að auki hjúkrunarfræðingur. Hún segir hér frá stafrænni vegferð Heilsuveru undanfarin misseri, sem hefur verið ævintýraleg á köflum.
Sprotafyrirtæki skapa traust í gegnum vefinn
Hvernig geta sprotafyrirtæki keppt við langa sögu og sterka ímynd þekktra vörumerkja og fyrirtækja á markaði? Hér er fjallað um nokkrar leiðir sem nýsprottin fyrirtæki geta farið til að auka traust á sér með því að nýta möguleika eigin vefmiðla, en markaðssetning og sala hefur hratt færst yfir á stafræna miðla undanfarin ár - eins og allir vita.
Skrifaðu veftextann með ChatGPT!
Snjallbyltingin er hafin. Spunalausnir eins og ChatGPT, Bard og Bing munu á einn eða annan hátt gjörbreyta því hvernig við lærum, sköpum - og vinnum. Værirðu til í snjallan ráðgjafa til að aðstoða við strategíuna eða við skrif á vef- og markaðsefninu? Spurningin er líklega miklu frekar: Hver væri það ekki?
HS Orka - viðmótshönnun fæðist úr myndheimi
Hönnunarstaðall vörumerkja, sem felur í sér meðal annars merki, leturgerðir og myndtákn, kemur sannarlega á borð vefhönnuða því vefurinn er í dag mikilvægasta birtingarmynd hvers vörumerkis. En hvernig bera vefhönnuðir sig að þegar hönnunarstaðall er ekki fyrir hendi? Nýr vefur HS Orku er áhugavert dæmi.
Stafræni leiðtoginn: Pétur Vilhjálmsson
Fyrir tæpum þremur árum tók Pétur Vilhjálmsson við nýrri stöðu hjá Hugverkastofunni sem stafrænn leiðtogi. Nýja staðan og meðfylgjandi verkefni voru niðurstöður stefnumótunar, þar sem lögð var áhersla á að stórbæta rafræna þjónustu. Hugverkastofan hefur síðan endurskipulagt sína stafrænu innviði að töluverðu leyti og náð miklum árangri.
Svona skrifarðu reynslusögur (e. case studies) - skref fyrir skref
Reynslusögur eru meðal áhrifamesta efnis sem B2B fyrirtæki geta nýtt til að liðka fyrir söluferli og sannfæra hikandi kaupendur. Þetta á bæði við um SaaS lausnir en einnig um hvers konar flóknar sölur, þar sem óvissa er í spilunum, viðskiptaáhætta nokkur og kaupvegferðin er flókin.
Allt að 80% fækkun formgalla með nýjum vef Hugverkastofunnar [reynslusaga]
Hugverkastofan er nútímaleg stofnun sem hefur sett sér skýra og metnaðarfulla stefnu fyrir sína stafrænu vegferð. Einn af lykilþáttum hennar snýr að því að nýta veflausnir til að auka sjálfsafgreiðslu, bæta þjónustu og minnka handavinnu starfsmanna.
Vettvangur í 10 ár
Vettvangur er 10 ára. Mikið hefur á daga okkar drifið þennan áratug sem hefur heldur betur verið viðburðaríkur, fullur af miklum áskorunum, lærdómi og sigrum. Við erum svo sannarlega í skýjunum með áfangann. Þessi grein, þar sem við stiklum á stóru í sögu okkar, er ein afmælisskálin til okkar sjálfra.
Er stafræna umbreytingin framtíðartryggð? Rétta tæknin skiptir öllu.
Í einföldu máli snýst stafræn umbreyting um að flétta stafrænum lausnum inn í reksturinn til að ná meiri árangri - en í mörgum tilfellum hreinlega til að lifa af. En er stafræna umbreytingin þín framtíðartryggð? Þar skiptir rétta tæknin sköpum.
Stafræni leiðtoginn: Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir
Kolbrún Silja er kynningar- og markaðsstjóri hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Hún hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði þar sem hún hefur leitt umfangsmikla umbreytingu á stafrænni þjónustu sjóðsins. Þar gegnir nýr, glæsilegur vefur lykilhlutverki, en hann var tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna 2024 sem „Fyrirtækjavefur ársins". Kolbrún ræðir við okkur um stafræna umbreytingu hjá LV.
8 atriði til að laga á vefnum strax
Vefurinn er mikilvægasta birtingarmynd vörumerkja í dag og þar sem stund sannleikans verður sífellt oftar í samskiptum við viðskiptavini - en hvað er langt síðan þú skoðaðir eigin vef með gagnrýnum augum? Við skoðum hér nokkur atriði sem skaða notendaupplifun. Eru þau í lagi hjá þér?
Hvað þarf að hafa í huga við val á nýrri vefstofu? Hér eru 8 atriði.
Mörg fyrirtæki og stofnanir eru á kafi í einhvers konar stafrænni umbreytingu þessa dagana. Oft felur slíkt vinna í sér yfirhalningu á vefnum, því hann er órjúfanlegur hluti af stafvæðingunni.
Þegar vefurinn fær nýtt og veigameira hlutverk getur verið æskilegt að skoða nýja aðila til samstarfs. En hvernig er best að snúa sér í leitinni að nýrri stofu? Hvað ber að hafa í huga í slíku ferli?
Efnismarkaðssetning 101: Óskaviðskiptavinir & kauppersónur
Fyrirtæki sem selja flókna eða dýra vöru eða þjónustu þurfa að ástunda virka og vandaða efnismarkaðssetningu í gegnum vefi sína. Mikilvægt er að vanda grunnvinnuna, sem felst í skilgreiningu á óskaviðskiptavinum og kauppersónum. Þessi vinna nýtist sömuleiðis á öðrum sviðum, til dæmis í sölustarfi og vöruþróun.
Domino's 30 ára: Stafrænn vöxtur í áratug
Domino's á Íslandi fagnar nú um mundir 30 ára afmæli sínu. Reksturinn gengur vel - Ísland er söluhæsta markaðssvæði Domino's í heiminum. Geri aðrir betur. Domino's stundar öflugt markaðsstarf og vöruþróun - en lykilþáttur í vextinum er tvímælalaust markviss fjárfesting í stafrænni þjónustu í gegnum vef og app.
Til hvers eru prótótýpur? Allt um það hér.
Það er stór en oftast góð ákvörðun að endurnýja vefinn. Tæknin þróast stöðugt og það sem þótti bara fínt fyrir örfáum árum virkar gamalt og þreytt í dag. Vefþróun er hins vegar verkefni sem reynir á samstarf marga hagsmunaaðila sem geta haft ólíkar hugmyndir og væntingar. Það er alltaf ákveðin óvissa og áhætta í spilunum..
Veldisvöxtur í vefverslun Innnes
Stafræna byltingin er á blússandi siglingu. Gamla hagkerfið er að syngja sitt síðasta. Gríðarlegir möguleikar eru til hagræðingar og margir samstarfsaðilar okkar hafa nýtt sér þá. Einn þeirra er Innnes.
Domino's er stafrænn leiðtogi - verkefnasaga
Vissir þú að Domino's er eitt tæknivæddasta fyrirtæki landsins? Hér er sögð verkefnasaga Vettvangs með Domino´s, sem óhætt er að segja að hafa verið sannfærandi sigurganga síðustu ár. Mikið hefur áunnist, en þróunin er þrotlaus og heldur áfram í takt við nýja tækni og kröfur neytenda.
Efnisvinna fyrir nýjan vef
Það er engin ástæða til að bíða eftir lokahönnun áður en tekið er til við að yfirfara og undirbúa efni fyrir nýja vefinn. Þetta á við um alla vefi, en sérstaklega efnismikla vefi, hvort sem um texta eða myndefni er að ræða. Hér eru nokkur hagnýt ráð fyrir þá sem þurfa að vinna efni fyrir nýjan vef.
Nú árið er liðið: Svona var Vettvangur 2023
Það er góður siður að líta um öxl, rifja upp hápunkta ársins sem er að líða og setja sig í gírinn fyrir hið næsta. Vettvangur varð stærri og skemmtilegri á árinu og gat meira að segja af sér afkvæmi: Apparatus. Má ekki segja að við séum allavega orðin kynþroska? Við stiklum hér á helstu tíðindum ársins í máli og myndum.
Nýr vefur Eimskips markar ný viðmið í hleðsluhraða
Eimskip er leiðandi í flutningaþjónustu á Norður-Atlantshafi. Eimskip og Vettvangur tóku höndum saman um að þróa heildstæðar lausnir sem virka í kviku alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Áhersla var lögð á sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu notenda en jafnframt var gengið úr skugga um að félagið hefði sveigjanleika til staðfærslu á mismunandi markaðssvæðum.
Auðkenning í gegnum LiveChat
Sérfræðingar Vettvangs hafa nýverið þróað lausn til auðkenningar í gegnum LiveChat, sem er eitt vinsælasta netspjall forrit á Íslandi sem annars staðar. Hún hefur þegar verið tekin í notkun hjá tveimur viðskiptavinum Vettvangs; BHM og Heilsuveru.
Hönnunarsprettir á Vettvangi
Til að lágmarka áhættu og stytta þróunartíma nýrra lausna bjóðum við viðskiptavinum okkar kröftuga hönnunarspretti. Markmið með hönnunarsprettum er meðal annars að draga fram áþreifanleg tækifæri eða áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir og ekki síður að greina þarfir og óskir endanlegra notenda og viðskiptavina.
Hægur vefur = töpuð viðskipti: 8 leiðir til að auka hraðann
Vefir eru stafræn andlit fyrirtækja og mikilvægasta framlenging af vörumerki þeirra. Ef notendaupplifun vefja er ekki fyrsta flokks getur það haft slæmar afleiðingar fyrir bæði rekstrarafkomu og ímynd. Hleðsluhraði vefsíðna er einn mikilvægasti liður í notendaupplifun og getur hreinlega skilið á milli feigs og ófeigs í harðri samkeppni á netinu.
Árið 2022 á Vettvangi
Það er vel við hæfi og góður siður að fara yfir sviðið þegar nýtt ár er að hefjast. 2022 var viðburðaríkt sem aldrei fyrr. Vettvangur hélt áfram að vaxa og breiða úr sér, bæði í fjölda verkefna og starfsmanna - við höfum einfaldlega aldrei fyrr verið Vettvangur fyrir meira stuð.
Við förum hér yfir stærstu stiklur ársins.
Þróað af öryggi með Azure og DevOps
Vinnsla í Azure skýinu minnkað kostnað og veitir fyrirtækjum þann sveigjanleika sem þau þurfa til að geta hámarkað stafræna möguleika sína.
Auðkenningarlausn fyrir vefið og appið
Þarftu að bjóða upp á rafræna auðkenningu á vefnum þínum eða appi? Við bjóðum einfalda og þægilega auðkenningarlausn sem sett er upp samkvæmt skilyrðum Auðkennis og styður við bæði SMS auðkenni og Auðkennisappið.
Tandur: 300% fleiri netpantanir með nýrri vefverslun
Tandur hf. hefur verið leiðandi í framleiðslu, sölu og dreifingu á hreinlætisvörum til fyrirtækja og stofnana í nær 50 ár, en fyrirtækið var stofnað 1973. Á meðal viðskiptavina Tandurs eru fyrirtæki í matvælaiðnaði, stóreldhús, veitingastaðir, skólar, heilbrigðisstofnanir, sundlaugar og þrifaverktakar.
Innnes - verkefnasaga
Innnes er ein stærsta heildverslun á Íslandi með matvörur. Innnes vildi stórbæta þjónustu við viðskiptavini og gera þeim kleift að eiga nær öll samskipti við fyrirtækið í gegnum stafrænar lausnir. Við tókum slaginn með Innnes og höfum saman þróað vandlega samþætta verslunar-og þjónustulausn sem svarar kallinu.
Mín líðan - verkefnasaga
Með því að nýta veftækni hefur Mín líðan - Sálfræðingar getað boðið notendum sínum árangursrík meðferðarúrræði á netinu. Það eina sem notandinn þarf er tölva eða snjalltæki tengt neti. Hægt er að hefja meðferð strax og sinna henni hvar og hvenær sem er. Verkefnið er unnið í samstarfi við velferðarráðuneytið og landlæknisembættið.
Epli - verkefnasaga
Skakkiturn ehf. er dreifingaraðili Apple á Íslandi og starfar því bæði á smá-og heildsölumarkaði. Félagið rekur tvær verslanir ásamt því að halda úti öflugri netverslun og þjónustuumhverfi þar sem viðskiptavinir geta gengið frá kaupum eða sótt þjónustu á öruggan og þægilegan hátt.
CMS kerfi: Að vera headless eða ekki headless - það er efinn
Headless vefumsjónarkerfi er vefumsjónartól sem er ekki margt ólíkt vefumsjónarkerfum eins og við þekkjum þau. Nema hvað að þau koma ekki tengd við neinn framenda. Eina eiginlega markmið vefumsjónartólsins er því að halda utan um efnið fyrir vefstjórnendur.
4 ástæður þess að textinn er jafn mikilvægur og hönnunin
Textaefni eins og vöru- og þjónustulýsingar, sölutexti, blogg og skrif á samfélagsmiðlum, er kjarninn í árangursríkum markaðssamskiptum á stafrænum miðlum. Góður texti getur lyft vörumerki upp í nýjar hæðir, en slæmur dregið það niður.
Hvar á bloggið heima? Á vefnum, Medium eða LinkedIn?
Strategískt og vandað textaefni, sem er hámarkað fyrir leitarvélar, er forsenda þess að finnast í lífrænni leit og jafnframt besta leiðin til að fræða kaupendur um vandamál sín og styrkja eigið vörumerki sem leiðtoga á markaði. En hvar er best að birta slík skrif?
Auktu umferð á vefinn í gegnum samfélagsmiðla
Vandaðir og öflugir vefir eru lífsnauðsynlegir öllum fyrirtækjum og stofnunum í dag, stórum og smáum. En nýr, glæsilegur vefur sem er stútfullur af flottu efni er bara byrjunin. Það þarf að koma efninu á framfæri, sem getur verið yfirþyrmandi verkefni og kostnaðarsamt - ef það er gert með hefðbundnu auglýsingastarfi.
Hvernig nýtirðu ToFu, MoFu og BoFu efni til að rækta sölutækifærin?
Skilningur á sölutrektinni (e. sales funnel) og kaupferlinum (e. Buyer's journey) er mikilvægur til hægt sé að móta skilvirka stefnu í efnismarkaðssetningunni, þar sem rétt efni er birt kaupandanum á viðeigandi stigi sölutrektarinnar.
Í þessari grein mun ég fjalla nánar um kaupferilinn og tengsl hans við sölutrektina, og hvers kyns efni hentar fyrir fyrir hvern áfanga eða stig.
Svona nýtirðu blogg í markaðsstarfi 2025 - ferlið A til Ö
Bloggið er enn kjarninn í strategískri efnismarkaðssetningu og hentar best þar sem kaupandinn vill vera alveg viss í sinni sök. Hér er fjallað um allt það helsta sem þú þarft að vita ef þú vilt blogga til selja.
Nielsen: Bestu leiðir til að nota myndbönd á vefnum þínum
Það er ekki nokkur spurning að vídeóefni er mjög öflug leið til að ná til netnotenda og koma efni til skila á áhrifaríkan hátt. Heili okkar er hannaður fyrir myndefni og greinir myndrænar upplýsingar margfalt hraðar en texta. En það er ekki sama hvernig vídeó er sett fram og birt á vefsíðum.
Þjónustusamningar
Flestir viðskiptavinir Vettvangs gera þjónustusamning um áframhaldandi viðhald og þróun vefsins eftir að hann er fyrst gefinn út. En hver eru helstu rökin fyrir áframhaldandi þróun? Er nýr vefur ekki bara klár í slaginn þegar hann er kominn út? Skoðum málið.
Umbraco er fyrsta val á Vettvangi
Til eru fjölmörg vefumsjónarkerfi, sem öll hafa sín sérkenni, styrkleika og veikleika. Forritarar Vettvangs hafa reynslu af flestum vefumsjónarkerfum á markaði, en fyrsta val Vettvangs við smíði á nýjum lausnum er langoftast Umbraco.
Af hverju velur Vettvangur Umbraco fyrir viðskiptavini sína, sem er þó ekki endilega meðal þekktustu vefumsjónarkerfa á markaðnum? Könnum málið.
CMS skorkort: Svona velurðu rétta vefumsjónarkerfið
Vefumsjónarkerfi eru fjölmörg og hafa ólíka eiginleika, enda eru þarfir notenda mjög misjafnar. Það getur því verið flókið að velja rétta vefumsjónarkerfið sem hentar nákvæmlega þínum þörfum, en það eru þó leiðir til að nálgast hlutlægt og faglegt mat.
Notendamiðuð hönnun - meginreglur og aðferðir
Frumkvöðlar jafnt sem stöndug fyrirtæki hafa rekið sig á að frumleg hugmynd og framúrskarandi hönnun ein og sér hrekkur skammt þegar kemur að þróun á nýjum vörum - ekki síst stafrænum lausnum. Það er ekki hægt að byggja á innsæi og fagurfræði eingöngu þegar hannaðar eru lausnir sem eiga að létta líf annarra.